Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 14:24 Líkkista fórnarlambs Covid-19 borið til grafar í Viola Formosa-grafreitnum í Sao Paulo. Í síðustu viku létust rétt um 1.700 manns á einum degi, um það bil eitt dauðsfall á 50 sekúndna fresti. Síðan þá hefur smituðum og látnum fjölgað enn. Vísir/EPA Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið kennt við Brasilíu geisar nú í landinu. Það er talið allt að tvöfalt meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar. Svo slæmt er ástandið að Jesem Orellana, faraldsfræðingur hjá Fiocruz, brasilísku heilbrigðisstofnuninni, telur Brasilíu ógn við mannkynið um þessar mundir. Met var slegið í Brasilíu yfir fjölda dauðsfalla á einum degi þegar greint var frá 1.972 dauðsföllum í gær. Fleiri en 70.000 manns greindust smitaðir í gær, um 38% meira en í síðustu viku. Samkvæmt tölum Fiocruz er yfir 90% nýting á rúmum á gjörgæsludeildum fimmtán ríkishöfuðborga, þar á meðal Río de Janeiro, Sao Paulo og Brasilíu. Í Porto Alegre og Campo Grande eru gjörgæsludeildir þegar sprungnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tölurnar benda til þess að heilbrigðiskerfið sé jafnvel að hruni komið að mati stofnunarinnar. „Baráttan gegn Covid-19 tapaðist árið 2020 og það er ekki nokkur möguleiki á að snúa við þessum sorglegu aðstæðum á fyrsta helmingi 2021. Það besta sem við getum gert er að vonast til kraftaverks í fjöldabólusetningu eða róttækra breytinga í viðbrögðum við faraldrinum. Reglan virðist vera að stjórnendur fari fram með refsileysi,“ segir Orellana. Fleiri en 266.000 manns hafi látið lífið í faraldrinum í Brasilíu til þessa og ellefu milljónir manna smitast. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látið lífið af völdum veirunnar. Þrátt fyrir það hefur hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro forseti staðfastlega neitað að samþykkja reglur um sóttkví og frábeðið sér ráðgjöf sérfræðinga í viðbrögðum við faraldrinum. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandinu í Braslíu. Taki stjórnvöld í Brasilíu ekki á málum af alvöru sé hætta á að ný afbrigði veirunnar dreifi úr sér um nágrannalöndin og víðar. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa þegar smitast af kórónuveirunni séu ekki endilega ónæmir fyrir brasilíska afbrigðinu. Líkurnar á því að fólk smitist aftur af því geti verið allt á bilinu 25 til 60 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira