Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 06:45 Morð var framið við Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Skjólstæðingur Steinbergs Finnbogasonar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur en var látinn laus í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Morð í Rauðagerði Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Morð í Rauðagerði Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira