SALEK eða öfluga verkalýðsbaráttu í VR? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. mars 2021 07:01 Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun