Þá mun Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag.
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands funduðu ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar á fjórða tímanum í nótt vegna fjölda jarðskjálfta af stærðinni 3 til 5 á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Jarðskjálftarnir fundust vel í Grindavík og hafa valdið íbúum áhyggjum.
Það er mat sérfræðinga út frá þeim gögnum sem fyrir liggja, að líklegast séu skjálftarnir sem fundust í nótt og í morgun í Grindavík afleiðingar spennubreytinga í jarðskorpunni, en ekki vegna tilfærslu á kviku. Það er því ekki metið sem svo að þeir séu skammtímafyrirboði eldgoss að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fyrr í dag.