Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 19:01 Þrír dómarar Landsréttar stðafestu sýknudóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konunni. Þeir töldu að tjáningarfrelsi hennar væru of miklar hömlur settar væri henni meinað að tjá sig með þeim hætti sem hún gerði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum. Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira