Gefur nýjum þjálfara Breiðabliks ellefu af tíu mögulegum í einkunn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 11:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er einn fjögurra leikmanna Íslandsmeistara Breiðabliks sem eru farnir í atvinnumennsku. vísir/hulda margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur litlar áhyggjur af sínum gömlu liðsfélögum í Breiðabliki í sumar. Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en hafa síðan þá misst ansi sterka leikmenn. Auk Karólínu eru Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir farnar í atvinnumennsku og þá er markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir hætt. „Þeir eru búnir að missa nokkur mörk,“ sagði Karólína en þær, Berglind, Sveindís og Alexandra skoruðu fjörutíu af 66 mörkum liðsins í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. „En ég hef engar áhyggjur af þessu. Það eru líka margir stórir póstar að koma inn. Það gleymist oft,“ sagði Karólína og vísaði þar til Ástu Eirar Árnadóttur, Hildar Antonsdóttur, Selmu Sólar Magnúsdóttur og Fjollu Shollu sem voru fjarverandi í fyrra vegna meiðsla og barneigna. „Þetta eru ekkert litlir leikmenn en auðvitað er erfitt að missa svona mikið og fá líka nýjan þjálfara. En ég veit að Blikar fengu geggjaðan þjálfara,“ sagði Karólína. Nýi þjálfarinn sem tók við Breiðabliki eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins heitir Vilhjálmur Kári Haraldsson. Karólína þekkir hann ágætlega en hann er pabbi hennar. „Ég gef þjálfaranum ellefu af tíu mögulegum í einkunn,“ sagði landsliðskonan hlæjandi. En kom það henni á óvart að pabbi hennar skyldi taka við Breiðabliki? „Karlinn var náttúrulega hættur. En ég er ánægð með að mamma hafi leyft honum að taka allavega eitt ár. En hann er frábær þjálfari og þetta er geggjað tækifæri fyrir hann, til dæmis að sýna sig í Meistaradeildinni,“ sagði Karólína. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en hafa síðan þá misst ansi sterka leikmenn. Auk Karólínu eru Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir farnar í atvinnumennsku og þá er markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir hætt. „Þeir eru búnir að missa nokkur mörk,“ sagði Karólína en þær, Berglind, Sveindís og Alexandra skoruðu fjörutíu af 66 mörkum liðsins í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. „En ég hef engar áhyggjur af þessu. Það eru líka margir stórir póstar að koma inn. Það gleymist oft,“ sagði Karólína og vísaði þar til Ástu Eirar Árnadóttur, Hildar Antonsdóttur, Selmu Sólar Magnúsdóttur og Fjollu Shollu sem voru fjarverandi í fyrra vegna meiðsla og barneigna. „Þetta eru ekkert litlir leikmenn en auðvitað er erfitt að missa svona mikið og fá líka nýjan þjálfara. En ég veit að Blikar fengu geggjaðan þjálfara,“ sagði Karólína. Nýi þjálfarinn sem tók við Breiðabliki eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins heitir Vilhjálmur Kári Haraldsson. Karólína þekkir hann ágætlega en hann er pabbi hennar. „Ég gef þjálfaranum ellefu af tíu mögulegum í einkunn,“ sagði landsliðskonan hlæjandi. En kom það henni á óvart að pabbi hennar skyldi taka við Breiðabliki? „Karlinn var náttúrulega hættur. En ég er ánægð með að mamma hafi leyft honum að taka allavega eitt ár. En hann er frábær þjálfari og þetta er geggjað tækifæri fyrir hann, til dæmis að sýna sig í Meistaradeildinni,“ sagði Karólína.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira