„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2021 11:36 Útlit er fyrir að kvikan hafi engan sérstakan áhuga á að koma upp á yfirborðið, segir Magnús Tumi. Vísir/Vilhelm Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira