Þúsund fleiri skjálftar en minni líkur á gosi: „Við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2021 00:14 Skjálftavirkni hefur í dag færst nokkuð nær Grindavík. Öflugasti skjálftinn í kvöld var 4,2 að stærð og fannst vel í Grindavík. Vísir/Egill Um þúsund fleiri jarðskjálftar hafa mælst í dag en í gær en alls hafa mælst um 3.500 síðasta sólarhringinn. Einkum hefur skjálftavirkni verið meiri nær Grindavík í dag en í gær, þótt enn sé mikil virkni við Fagradalsfjall. Minni líkur eru þó á að eldgos sé yfirvofandi en gert var ráð fyrir í gær. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert gos yfirvofandi eins og er, en á sama tíma sé ekkert hægt að útiloka enn. Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira