Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið Smári Jökull Jónsson skrifar 4. mars 2021 21:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum.
Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53
Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11