Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið Smári Jökull Jónsson skrifar 4. mars 2021 21:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum.
Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53
Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11