Góð ársbyrjun á lúxusbílamarkaði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. mars 2021 07:00 BMW X5. Í febrúar voru 618 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi. Þar af voru 178 af merkjum sem BL hefur umboð fyrir og var markaðshlutdeild fyrirtækisins 28,8% í mánuðinum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Vinsælustu merki BL voru Hyundai með 40 nýskráningar, Renault með 29 og BMW, sem tilheyrir lúxusbílaflokki, með 28. Raunar einkenndist febrúar hjá BL öðru fremur af góðri eftirspurn eftir bílum í þeim flokki, því auk 28 BMW voru 26 lúxusbílar frá Jaguar, Land Rover og Mini nýskráðar í mánuðinum; alls 54 bílar. Hafa því alls 111 lúxusbílar hjá BL verið nýskráðir það sem af er ári, samanborið við 76 fyrstu tvo mánuði síðasta árs og nemur aukning BL í sölu lúxusbíla um 46% prósentustigum. Rúmur helmingur nýskráðra umhverfismildur Af heildarfjölda nýskráðra fólks- og sendibíla hjá BL í febrúar voru 96 umhverfismildir, eða rúmur helmingur. Þar var um að ræða 49 hreina rafbíla, lang flesta frá Hyundai, Nissan og Jaguar, og 47 tengiltvinnbíla, sem flestir voru frá BMW eða 28 auk tíu Renault, fimm Land Rover og fjóra MG EHS, sem er nýjasta bílgerð BL í flokki tengiltvinnbíla og frumsýndur var fyrir tæpum tveimur vikum. Sala BL í febrúar. 70% færri bílaleigubílar nýskráðir á árinu Á markaði bílaleigubíla einkenndist síðasta ár eðlilega af miklum niðurskurði í nýskráningum bílaleigubíla samanborið við 2019 og hefur sama þróun haldist það sem af er þessu ári. Þannig voru 58% færri bílaleigubílar nýskráðir í febrúar heldur en í sama mánuði 2020 eða 82 í ár á móti 193 í fyrra. Nemur samdráttur nýskráninganna alls 70,3% fyrstu tvo mánuði þessa árs því aðeins voru 34 nýskráðir í janúar á móti 197 í sama mánuði 2020. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Vinsælustu merki BL voru Hyundai með 40 nýskráningar, Renault með 29 og BMW, sem tilheyrir lúxusbílaflokki, með 28. Raunar einkenndist febrúar hjá BL öðru fremur af góðri eftirspurn eftir bílum í þeim flokki, því auk 28 BMW voru 26 lúxusbílar frá Jaguar, Land Rover og Mini nýskráðar í mánuðinum; alls 54 bílar. Hafa því alls 111 lúxusbílar hjá BL verið nýskráðir það sem af er ári, samanborið við 76 fyrstu tvo mánuði síðasta árs og nemur aukning BL í sölu lúxusbíla um 46% prósentustigum. Rúmur helmingur nýskráðra umhverfismildur Af heildarfjölda nýskráðra fólks- og sendibíla hjá BL í febrúar voru 96 umhverfismildir, eða rúmur helmingur. Þar var um að ræða 49 hreina rafbíla, lang flesta frá Hyundai, Nissan og Jaguar, og 47 tengiltvinnbíla, sem flestir voru frá BMW eða 28 auk tíu Renault, fimm Land Rover og fjóra MG EHS, sem er nýjasta bílgerð BL í flokki tengiltvinnbíla og frumsýndur var fyrir tæpum tveimur vikum. Sala BL í febrúar. 70% færri bílaleigubílar nýskráðir á árinu Á markaði bílaleigubíla einkenndist síðasta ár eðlilega af miklum niðurskurði í nýskráningum bílaleigubíla samanborið við 2019 og hefur sama þróun haldist það sem af er þessu ári. Þannig voru 58% færri bílaleigubílar nýskráðir í febrúar heldur en í sama mánuði 2020 eða 82 í ár á móti 193 í fyrra. Nemur samdráttur nýskráninganna alls 70,3% fyrstu tvo mánuði þessa árs því aðeins voru 34 nýskráðir í janúar á móti 197 í sama mánuði 2020.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent