Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 19:53 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddi í tvígang við dómsmálaráðherra í síma eftir að lögreglan greindi frá viðveru ráðherra úr flokki hans á samkomu sem lögreglan hafði afskipti af á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04