KR-ingar með átta sigra í Ljónagryfjunni á síðustu tíu tímabilum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 14:00 Björn Kristjánsson og Logi Gunarsson í leik KR og Njarðvíkur. Vísir/Bára Fornir fjendur mætast í Njarðtaks-gryfjunni í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld en þetta hefur verið einn uppáhalds útivöllur Íslandsmeistaranna síðasta áratuginn. Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Dominos-deild karla KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Dominos-deild karla KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira