KR-ingar með átta sigra í Ljónagryfjunni á síðustu tíu tímabilum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 14:00 Björn Kristjánsson og Logi Gunarsson í leik KR og Njarðvíkur. Vísir/Bára Fornir fjendur mætast í Njarðtaks-gryfjunni í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld en þetta hefur verið einn uppáhalds útivöllur Íslandsmeistaranna síðasta áratuginn. Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Dominos-deild karla KR Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Dominos-deild karla KR Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira