„Þeir svona deyfast út með hverjum kílómetra sem fjarlægðin verður meiri og að sama skapi þegar þeir fara að færast nær okkur að þá finnum við meira fyrir þeim, sem gerðist til dæmis í morgun,“ segir Fannar. „Við erum farin að skynja það svolítið hversu langt þeir eru í burtu miðað við lengd skjálftanna og gátum getið okkur til um það í morgun.“
Grindavíkurbær birti á heimasíðu sinni í morgun upplýsingar um sálræn einkenni við náttúruvá. Þar er um að ræða samantekt yfir þeim einkennum sem kunna að gera vart við sig og hvað fólk getur gert þegar það upplifir erfiðar tilfinningar. Fannar segir suma vera farna að venjast skjálftunum en aðra ekki.
„Þetta er búið að standa í einhverja níu daga og að einhverju leyti venst þetta en þetta er misjafnt hjá fólki hvernig því líður með þetta, sem er skiljanlegt. Það gætir ákveðinnar þreytu líkaþegar þetta gengur svona dag eftir dag og að þessu skuli ekki linna. En þetta við þetta búum við og það sem skiptir máli er að halda ró sinni, fara eftir fyrirmælum yfirvalda og vera við öllu búinn,“ segir hann.