Öll á sömu línunni? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 4. mars 2021 07:31 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér viðamikinn sáttmála um skipulagsmál sem er samofin við eina umfangsmestu innviðauppbyggingu almenningssamgangna sem sést hefur og felst í tilkomu Borgarlínu. Hvernig sveitarfélögin skipuleggja umhverfi sitt er mjög stórt samfélagsmál, því skipulagsmálin stýra því hvernig umhverfið birtist okkur og hverjum það er ætlað. Í því ljósi var áhugavert að verða vitni að vinnubrögðum Sjálfstæðismanna í Garðabæ á bæjarráðsfundi sl. þriðjudag. Þar sem hjartað raunverulega slær Höfuðborgarsvæðið allt hefur sett sér stefnu í svæðisskipulagi um uppbyggingu hverfa sem byggir á þéttingu byggðar til stuðnings Borgarlínu. Á sama tíma velja Sjálfstæðismenn í Garðabæ að setja allt kapp á að koma lóðum í sölu á nýju svæði sem rúma allt að 30 einbýlishús. Svæði sem í dag hefur engar tengingar við önnur hverfi. Það er mikilvægt að Garðabær bjóði upp á fjölbreytt búsetuform og næg einbýli fyrir fólk sem hingað vill koma. En að forgangsraða uppbyggingu hverfis sem telur að hámarki 30 einbýlishús er í hrópandi ósamræmi við það svæðisskipulag sem gildir samkomulag um á milli sveitarfélaganna. Garðbæingar hljóta að spyrja sig hvort þetta sé í takt við sameiginlega sýn höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins? Er það skynsamlegt að fara í innviðauppbyggingu fyrir svo lítið hverfi? Er það besta nýtingin á þessu svæði að það nýtist helst fáum fjölskyldum? Skipulagið sem nefnt er Garðahverfi, er frá árinu 2013. Á landsvæði þar sem mikið af fornminjum má finna, auk þess sem náttúrufegurðin er óviðjafnanleg. Svæði sem ætti að nýtast sem flestum og helst sem náttúruparadís. En meðal meirihlutans þykir engin ástæða til að endurskoða tæplega 10 ára gamalt skipulag í takt við ákall tímans og þeirrar þróunar sem verið hefur. Lýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans í hnotskurn Sama dag og klukkutíma kynning á skipulagi Garðahverfis fór fram í bæjarráði, þessum útúrdúr úr skipulagi Garðabæjar, barst bæjarfulltrúum tillaga um að fela umhverfis- og tæknisviði að hefja skipulagsvinnu á rammahluta aðalskipulags á þróunarsvæði A, Lyngás, Miðbær og yfir Hafnarfjarðarveg. Brýnt verkefni, sem byggir á verðlaunatillögu frá árinu 2016. Á þessu svæði verður stoppistöð Borgarlínu og tengingar við Strætó. Eins og fram kemur í greinargerðinni skiptir máli að hafa á svæðinu fjölbreytta starfsemi og fjölbreytt íbúðahúsnæði, gott aðgengi fyrir fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými. Skipulag miðkjarna Garðabæjar mun skipta alla bæjarbúa miklu að heppnist vel og því hefði tímanum í bæjarráði óhjákvæmilega verið betur varið í kynningu á þessu verkefni, sem raunverulega er framundan, fremur en þessu hliðarverkefni sem bæjarstjóranum virðist meira annt um. Tillaga hefur nú verið lögð fram um að hefja undirbúning fyrir þessar viðamiklu framkvæmdir án þess að nokkur kynning á gögnum hafi átt sér stað né heldur liggi fyrir upplýsingar um hvaða gögn eru til. Engar upplýsingar um ábatamat eða hvort það hafi verið gert. „Ég lif’ í voninni” Ég vissulega bjó með þá von í brjósti að meirihlutinn tæki við sér og sæi ljósið um hversu mikilvægt það er að ræða þróun og skipulag Garðabæjar í ljósi samkomulags um svæðisskipulag og borgarlínu. Umræðan á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf það reyndar ekkert sérstaklega til kynna, þegar ég hóf umræðu um borgarlínu og það mikilvæga hlutverk sem sveitarfélögin gegna til að leysa það verkefni farsællega. Ég mátti því með nokkurri vissu frekar eiga von á hinum þekktu ólýðræðislegu vinnubrögðum meirihlutans í Garðabæ og hvernig þeir fara með skattfé íbúanna. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Samgöngur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér viðamikinn sáttmála um skipulagsmál sem er samofin við eina umfangsmestu innviðauppbyggingu almenningssamgangna sem sést hefur og felst í tilkomu Borgarlínu. Hvernig sveitarfélögin skipuleggja umhverfi sitt er mjög stórt samfélagsmál, því skipulagsmálin stýra því hvernig umhverfið birtist okkur og hverjum það er ætlað. Í því ljósi var áhugavert að verða vitni að vinnubrögðum Sjálfstæðismanna í Garðabæ á bæjarráðsfundi sl. þriðjudag. Þar sem hjartað raunverulega slær Höfuðborgarsvæðið allt hefur sett sér stefnu í svæðisskipulagi um uppbyggingu hverfa sem byggir á þéttingu byggðar til stuðnings Borgarlínu. Á sama tíma velja Sjálfstæðismenn í Garðabæ að setja allt kapp á að koma lóðum í sölu á nýju svæði sem rúma allt að 30 einbýlishús. Svæði sem í dag hefur engar tengingar við önnur hverfi. Það er mikilvægt að Garðabær bjóði upp á fjölbreytt búsetuform og næg einbýli fyrir fólk sem hingað vill koma. En að forgangsraða uppbyggingu hverfis sem telur að hámarki 30 einbýlishús er í hrópandi ósamræmi við það svæðisskipulag sem gildir samkomulag um á milli sveitarfélaganna. Garðbæingar hljóta að spyrja sig hvort þetta sé í takt við sameiginlega sýn höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins? Er það skynsamlegt að fara í innviðauppbyggingu fyrir svo lítið hverfi? Er það besta nýtingin á þessu svæði að það nýtist helst fáum fjölskyldum? Skipulagið sem nefnt er Garðahverfi, er frá árinu 2013. Á landsvæði þar sem mikið af fornminjum má finna, auk þess sem náttúrufegurðin er óviðjafnanleg. Svæði sem ætti að nýtast sem flestum og helst sem náttúruparadís. En meðal meirihlutans þykir engin ástæða til að endurskoða tæplega 10 ára gamalt skipulag í takt við ákall tímans og þeirrar þróunar sem verið hefur. Lýðræðislegu vinnubrögð meirihlutans í hnotskurn Sama dag og klukkutíma kynning á skipulagi Garðahverfis fór fram í bæjarráði, þessum útúrdúr úr skipulagi Garðabæjar, barst bæjarfulltrúum tillaga um að fela umhverfis- og tæknisviði að hefja skipulagsvinnu á rammahluta aðalskipulags á þróunarsvæði A, Lyngás, Miðbær og yfir Hafnarfjarðarveg. Brýnt verkefni, sem byggir á verðlaunatillögu frá árinu 2016. Á þessu svæði verður stoppistöð Borgarlínu og tengingar við Strætó. Eins og fram kemur í greinargerðinni skiptir máli að hafa á svæðinu fjölbreytta starfsemi og fjölbreytt íbúðahúsnæði, gott aðgengi fyrir fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými. Skipulag miðkjarna Garðabæjar mun skipta alla bæjarbúa miklu að heppnist vel og því hefði tímanum í bæjarráði óhjákvæmilega verið betur varið í kynningu á þessu verkefni, sem raunverulega er framundan, fremur en þessu hliðarverkefni sem bæjarstjóranum virðist meira annt um. Tillaga hefur nú verið lögð fram um að hefja undirbúning fyrir þessar viðamiklu framkvæmdir án þess að nokkur kynning á gögnum hafi átt sér stað né heldur liggi fyrir upplýsingar um hvaða gögn eru til. Engar upplýsingar um ábatamat eða hvort það hafi verið gert. „Ég lif’ í voninni” Ég vissulega bjó með þá von í brjósti að meirihlutinn tæki við sér og sæi ljósið um hversu mikilvægt það er að ræða þróun og skipulag Garðabæjar í ljósi samkomulags um svæðisskipulag og borgarlínu. Umræðan á síðasta bæjarstjórnarfundi gaf það reyndar ekkert sérstaklega til kynna, þegar ég hóf umræðu um borgarlínu og það mikilvæga hlutverk sem sveitarfélögin gegna til að leysa það verkefni farsællega. Ég mátti því með nokkurri vissu frekar eiga von á hinum þekktu ólýðræðislegu vinnubrögðum meirihlutans í Garðabæ og hvernig þeir fara með skattfé íbúanna. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun