Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Frosti Logason skrifar 3. mars 2021 13:45 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Vilhelm Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir óskiljanlegt að Íslendingar vilji ekki vera í fremstu röð þegar kemur að bólusetningum gegn COVID-19, rétt eins og við höfum verið almennt í vörninni gegn veirunni. Þetta kom fram í spjalli hans við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun. Björn bendir á að forsætisráðherra Danmerkur og kanslari Austurríkis séu nú á leið í heimsókn til Ísraels, þar sem búið sé að bólusetja um 80% þjóðarinnar með bóluefni frá Pfizer, og Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, hafi sagt bóluefnaáætlun ESB alveg hafa brugðist og nú ætli Danir að grípa til eigin ráða til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar. „Hvers vegna er ekki umræða á Alþingi um þetta? Hvers vegna treystum við í einu á öllu á áætlun Evrópusambandsins, sem allir eru sammála um að hafi brugðist? Af hverju tökum við ekki líka til eigin ráða?“ spyr Björn Ingi sem bendir á að aðeins örfá prósent íslensku þjóðarinnar hafi nú verið bólusett, við séum enn aðeins að byrja fyrri bólusetningar á fólki sem er áttrætt og eldra og langt sé að óbreyttu í að hjarðónæmi verði náð þar sem svo fáir skammtar hafi borist til landsins. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Mammút Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Abbey Road kveikti neistann Harmageddon Weezer skemmtiferðasigling innblástur fyrir væntanlega plötu Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon
Björn bendir á að forsætisráðherra Danmerkur og kanslari Austurríkis séu nú á leið í heimsókn til Ísraels, þar sem búið sé að bólusetja um 80% þjóðarinnar með bóluefni frá Pfizer, og Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, hafi sagt bóluefnaáætlun ESB alveg hafa brugðist og nú ætli Danir að grípa til eigin ráða til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar. „Hvers vegna er ekki umræða á Alþingi um þetta? Hvers vegna treystum við í einu á öllu á áætlun Evrópusambandsins, sem allir eru sammála um að hafi brugðist? Af hverju tökum við ekki líka til eigin ráða?“ spyr Björn Ingi sem bendir á að aðeins örfá prósent íslensku þjóðarinnar hafi nú verið bólusett, við séum enn aðeins að byrja fyrri bólusetningar á fólki sem er áttrætt og eldra og langt sé að óbreyttu í að hjarðónæmi verði náð þar sem svo fáir skammtar hafi borist til landsins. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Myndband frá einum síðustu tónleikum Nirvana Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Mammút Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Abbey Road kveikti neistann Harmageddon Weezer skemmtiferðasigling innblástur fyrir væntanlega plötu Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon