Stjörnuspeki Vs Vísindin Andri Þór Sturluson skrifar 5. febrúar 2014 14:36 Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur í viðtali við Harmageddon. Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur settist niður með Harmageddon og ræddi fræðin. Hvernig maðurinn tengist alheiminum og svona. Hann gerir stjörnukort og segir að staða himintunglana við fæðingu varpi ljósi á það hvernig einstaklingur er að upplagi. Einnig skiptir máli klukkan hvað maður er fæddur og hvar. Ég t.d fæddist klukkan tvö um nótt og er því með hnetuofnæmi. Einhvernveginn þróaðist umræðan aðeins út í kynlíf og við fengum að heyra stjörnuspekingslega nálgun á æxlun og frumuvöxt. Kannski verður þetta viðtal „einhver sú andstyggilegasta framkoma sem einhver hefur orðið vitni að af íslenskum blaðamönnum í garð stjörnuspekinga á 21. öldinni,“ en vonandi ekki. Þáttastjórnendum varð það á að minnast aðeins á stjörnufræði en Gunnlaugur er ekki aðdáandi. „Þetta vísindakjaftæði, ég er hundleiður á því,“ segir hann í gamansömum tón og heldur áfram um að þessir vísindamenn eru alltaf að skipta um skoðun og gagnrýna aldrei sjálfa sig. Svolítið eins og stjórnmálamenn. Í miðju viðtali færist hasar í umræðuna þegar stjörnuspekingar og miðlar eru sagðir hugsanlega með „óra og fantasíur“ en stjörnuspekingurinn kemur með krók á móti bragði og spilar út eineltisspilinu. Viðtalið í heild sinni er hér. Harmageddon Mest lesið Jack Live í kvöld: Kaleo, Jan Mayen og The Vintage Caravan Harmageddon Refsistefna í fíkniefnamálum endurskoðuð Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Það er von Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon
Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur settist niður með Harmageddon og ræddi fræðin. Hvernig maðurinn tengist alheiminum og svona. Hann gerir stjörnukort og segir að staða himintunglana við fæðingu varpi ljósi á það hvernig einstaklingur er að upplagi. Einnig skiptir máli klukkan hvað maður er fæddur og hvar. Ég t.d fæddist klukkan tvö um nótt og er því með hnetuofnæmi. Einhvernveginn þróaðist umræðan aðeins út í kynlíf og við fengum að heyra stjörnuspekingslega nálgun á æxlun og frumuvöxt. Kannski verður þetta viðtal „einhver sú andstyggilegasta framkoma sem einhver hefur orðið vitni að af íslenskum blaðamönnum í garð stjörnuspekinga á 21. öldinni,“ en vonandi ekki. Þáttastjórnendum varð það á að minnast aðeins á stjörnufræði en Gunnlaugur er ekki aðdáandi. „Þetta vísindakjaftæði, ég er hundleiður á því,“ segir hann í gamansömum tón og heldur áfram um að þessir vísindamenn eru alltaf að skipta um skoðun og gagnrýna aldrei sjálfa sig. Svolítið eins og stjórnmálamenn. Í miðju viðtali færist hasar í umræðuna þegar stjörnuspekingar og miðlar eru sagðir hugsanlega með „óra og fantasíur“ en stjörnuspekingurinn kemur með krók á móti bragði og spilar út eineltisspilinu. Viðtalið í heild sinni er hér.
Harmageddon Mest lesið Jack Live í kvöld: Kaleo, Jan Mayen og The Vintage Caravan Harmageddon Refsistefna í fíkniefnamálum endurskoðuð Harmageddon Herra Ísland Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon Það er von Harmageddon Lögleiðing marijúana getur minnkað tekjur lögreglu í Colorado Harmageddon