Breytingar á vinnumarkaði kalla á viðbrögð Sigmundur Halldórsson skrifar 8. mars 2021 09:02 Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð mikil breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra tekið miklum breytingum. Því er nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Á sama tíma hefur fjöldi fólks ekki unnið störf á hefðbundnum vinnustað, heldur við misgóðar aðstæður á heimilum sínum. Þetta hefur kallað á alveg nýja nálgun hjá mörgum okkar félaga sem hafa þurft að sinna bæði starfi og fjölskyldu á sama tíma. Skilin milli heimilis og vinnustaðar hafa breyst og álag aukist. Framlínufólk í störfum sem við getum ekki kallað annað en nauðsynlegt hefur þurft að setja heilsu sína að veði. Allt á sama tíma og atvinnuleysi hefur aukist verulega. Sem kallar á mikla þjónustu frá VR og varðstöðu um áunnin réttindi. Gangi spár eftir um breytingar á vinnumarkaði vegna tæknibreytinga, þá munum við líklega sjá sambærilega þróun. Mögulega aukið atvinnuleysi, í það minnsta verulegar breytingar á eðli starfa sem munu kalla á endurmenntun og þjálfun. Varðstaða VR um réttindi og kjör launafólks er gríðarlega mikilvæg þegar svona stendur á. Við höfum orðið vitni að því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þar sem verkalýðshreyfingin hefur minna vægi en hér á landi. Ég hef lagt á það áherslu sem stjórnarmaður í VR að svar verkalýðshreyfingarinnar við þeim óumflýjanlegu breytingum sem eru að verða á vinnumarkaði. Sé að auka áhrif launafólks í stjórnum félaga. Þannig verði tryggt að tekið sé tillit allra hagaðila, því það er einfaldlega staðreynd að starfsöryggi skiptir launafólk verulegu máli. Raunar er það svo að fjármagn á mun auðveldara með að finna sér ný verkefni en launafólk og það á því sannarlega mikið undir því að vinnustaður þess sé vel rekin og skapi örugg og arðbær störf. Reynsla þeirra landa þar sem launafólk kemur með beinum hætti að stjórnun fyrirtækja, líkt og tíðkast á öllum hinum Norðurlöndunum, virðist jákvæð bæði fyrir launafólk og eigendur fyrirtækja. Það er alveg ljóst að í því ástandi sem við nú erum stödd í, líkt og vel gæti gerst samfara þeim tæknibreytingum sem nú eru að hefjast, þá er fjöldi fólks sem ekki finnur sér leið til þess að nýta starfskrafta sína. Við slíkar aðstæður er hlutverk VR klárlega að standa vörð um sitt félagsfólk sem er í atvinnuleit og þrýsta á stjórnvöld um úrræði sem gagnast þessum hóp. Nýleg skýrsla Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir vel hversu illa staddur stór hópur fólks í atvinnuleit er. Hér er því augljóst að VR getur ekki látið hjá líða að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Skiptir þar litlu máli hvaða stjórnmálaflokkar sitja við völd, því krafa okkar beinist að breytingum sem við teljum nauðsynlegar fyrir hönd okkar félagsfólks. Breytingum sem við teljum að séu löngu tímabærar hér á landi. Hér liggja raunar gríðarlegir hagsmunir. Ísland getur ekki leyft sér að dragast aftur úr í þeirri stafrænu umbreytingu sem nú á sér stað og VR mun sannarlega taka þátt í því umbreytingaferli. Því þrátt fyrir allar breytingar á vinnumarkaði, þá breytast gildi VR ekki og þörfin fyrir öfluga málssvara launafólks ekki heldur. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun