Eftiráskýringar Ragnars Þórs í aðdraganda formannskjörs í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 22:30 Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur ítrekað haldið þeim eftiráskýringum fram í viðtölum í aðdraganda formannskjörs í VR að við sem sátum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) þegar stjórnin tók ákvörðun um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26% hefðum brotið lög og það því orðið til þess að við vorum svipt umboði til stjórnarsetu. Þá hefur Ragnar Þór ennfremur staðhæft að hann hafi margoft bent okkur á að vaxtaákvörðunin bryti í bága við lög en við ekki hlustað á þær viðvaranir. Báðar þessar fullyrðingar Ragnars eru rangar og vill undirritaður því koma eftirfarandi á framfæri. Tilraun Ragnars Þórs til skuggastjórnunar Ástæðan sem gefin var upp á sínum tíma fyrir því að svipta stjórnarmenn umboði sínu var sú að við hefðum samþykkt hækkun vaxtanna þegar Seðlabanki var að lækka stýrivexti, við værum að bregðast okkar hlutverki og vinna gegn Lífskjarasamningnum og því hafi orðið trúnaðarbrestur milli okkar og VR að mati Ragnars. Vaxtaákvörðun okkar væri hrein geðþóttaákvörðun og ekki væru nein rök sem lægju þar að baki. Ekkert var minnst á lögbrot í því sambandi. Undirritaður telur reyndar að ástæða þess að koma þurfti okkur frá hafi verið sú að Ragnari hafi mislíkað að við fulltrúar sem VR skipaði á sínum tíma bárum ekki einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann, en slíkt hefði ekki verið í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði né heldur starfsreglur sjóðsins og getur því ekki talist til annars en tilraunar til skuggastjórnunar að hálfu Ragnars. Þessu til áréttingar má benda á að Ragnar hótaði núverandi stjórnarmönnum að hann myndi sjá til þess að þeir yrðu sviptir umboði ef þeir tækju ákvörðun um að fjárfesta í Icelandair í hlutafjárútboði sl. haust. Fullyrðingu Ragnars Þórs vísað á bug Eins og fram hefur komið á vef LV byggði ákvörðun stjórnar, á þessum tíma, um nýtt vaxtaviðmið á því að það vaxtaviðmið sem miðað hafði verið við um langt árabil, þ.e. ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokksins HFF150434, væri orðið óskilvirkt. Markmiðið með nýju viðmiði var að móta eins hlutlægan grunn að vaxtaákvörðun og kostur væri. Í því sambandi var því miðað við ávöxtunarkröfu virks flokks verðtryggðra ríkisskuldabréfa að viðbættu álagi sem samanstæði af álagi með tilliti til sértryggðra skuldabréfa, seljanleikaálags, uppgreiðsluálags og umsýsluálags. Því vísa ég líka þeirri fullyrðingu Ragnars Þórs á bug að um geðþóttaákvörðun stjórnar hafi verið að ræða og að stjórn hafi svo ætlað í framhaldi að ákveða án nokkurra raka eða viðmiða breytilega vexti verðtryggðra lána. Neytendastofa birti ákvörðun sína 7 mánuðum eftir að stjórnarmenn voru sviptir umboði sínu Neytendastofu bárust svo ábendingar frá lánþega um þessa ákvörðun stjórnar LV og Neytendastofa ákvað að taka málið til skoðunar. Neytendastofa birti ákvörðun sína þann 19. desember 2019 eða tæpum 7 mánuðum eftir að ákveðið var að koma okkur stjórnarmönnunum frá. Samkvæmt ákvörðuninni hafði hluti skuldabréfa, með verðtryggða breytilega vexti, ekki að geyma fullnægjandi ákvæði til grundvallar vaxtabreytingunni þar sem þau uppfylltu ekki ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994 annars vegar og nr. 33/2013 hins vegar. Fram kom í ákvörðuninni að breytingar sem hafi verið gerðar á vöxtum lánanna frá útgáfu skuldabréfanna hafi „ ... heilt yfir þó verið til hagsbóta fyrir neytendur enda hafi vextir lækkað verulega á gildistímanum.“ Neytendastofa taldi því ekki vera tilefni til frekari aðgerða. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga Stjórn LV ákvað síðan 3. október 2019 að hætta að bjóða upp á ný lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum og ákvað á stjórnarfundi þann 23. janúar 2020 að bregðast við ákvörðun Neytendastofu og færa vaxtaviðmið aftur til fyrra horfs. Þar sem vextir samkvæmt því viðmiði hefðu reynst lægri en þeir vextir sem tilkynntir voru í maí 2019 endurgreiddi sjóðurinn þeim lántökum mismuninn. Stjórn LV á hverjum tíma hefur ávallt lagt áherslu á að starfa í samræmi við ákvæði laga og viðurkennd viðmið sem varða rekstur sjóðsins. Hlutverk sjóðsins er að ávaxta eignir sjóðfélaga með réttum og skilvirkum hætti. Liður í því er að veita sjóðfélögum lán á kjörum sem teljast vel samkeppnishæf. Garðabær 28.2.2021 Höfundur er VR félagi og fyrrum stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun