Staðan var markalaus í hálfleik en það voru gestirnir frá Sociedad sem komust yfir á 55. mínútu með marki Christian Portu.
Það var ekki fyrr en á 89. mínútu sem Real jafnaði metin. Þar var á ferðinni Vinicius Junior með einungis öðru skoti Real á markið í öllum leiknum.
Lokatölur 1-1 en Real er í þriðja sætinu með 53 stig, fimm stgum á eftir grönnunum í Atletico, sem eru á toppnum og eiga leik til góða.
Barcelona er í öðru sætinu með 53 stig en Real Sociedad er í fimmta sæti með 42 stig.
Real Madrid 1-1 Real Sociedad FT:
— Squawka Football (@Squawka) March 1, 2021
Shots: 20-6
Shots on target: 2-2
Passing accuracy: 89%-83%
Possession: 59%-41% https://t.co/VdfwkN3OKX