Engin breyting var versta niðurstaðan Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 13:02 Breiðablik og FH spila í 12 liða efstu deild í sumar, alls 22 umferðir. Tillögur um að breyta fyrirkomulaginu fyrir tímabilið 2022 voru felldar á ársþingi KSÍ. „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“ Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“
Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31
Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31