Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:53 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar telur ástæðu til bjartsýni í atvinnumálum ef áfram gengur vel í baráttunni við kórónuveiruna hér innanlands. Vísir/Egill Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50