Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:53 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar telur ástæðu til bjartsýni í atvinnumálum ef áfram gengur vel í baráttunni við kórónuveiruna hér innanlands. Vísir/Egill Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50