Barist um Arnarnesið í beinni úr Forsetahöllinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:30 Hrafn Kristjánsson þjálfar liðið hjá Álftanesi og hér ræðir hann við leikmenn liðsins í leik í Forsetahöllinni fyrr á tímabilinu. Álftanes körfubolti Blikar og Álftanesmenn eru í baráttu um sæti í Domino´s deild karla í körfubolta og innbyrðis leikur liðanna í kvöld gæti skipt miklu máli í lokaröð liðanna í vor. Leikur nágrannaliðanna Breiðabliks og Álftaness í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Breiðablik er á toppi deildarinnar en Álftanesliðið er í fjórða sæti og aðeins tveimur stigum á eftir Blikum. Leikurinn fer fram á heimavelli Álftanesliðsins, Forsetahöllinni sjálfri, og hefst hann klukkan 19.15. Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05 en það er Tómas Steindórsson sem lýsir. Breiðablik hefur spilað í Domino´s deildinni áður en Álftanes, sem kom upp úr 2. deildinni fyrir tveimur árum, er að reyna að komast þangað í fyrsta sinn í sögu félagsins. Álftanes hefði verið með jafnmörg stig og Breiðablik hefði liðið snúið með bæði stigin heim frá Ísafirði en liðið tapaði þá með eins stigs mun á móti Vestra, 76-75. Álftanes var fimm stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Vestramenn skoruðu sex síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. Blikar hafa ekki spilað í ellefu daga eða síðan þeir töpuðu 100-88 á móti Skallagrími í Borgarnesi 15. febrúar síðastliðinn. Þeir höfðu þá unnið sex leiki í röð frá því að þeir töpuðu á móti Álftanesi 15. janúar síðastliðinn. Þetta er nefnilega annar leikur liðanna í vetur en Álftanes vann 96-87 sigur á Blikum í Smáranum í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveiruhlé. Cedrick Taylor Bowen skoraði þá 26 stig fyrir Álftanes og leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með þrennu, skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Vilhjálmur Kári Jensson var síðan með 11 stig og 13 fráköst. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur hjá Blikum í þeim leik með 21 stig en Samuel Prescott Jr. skoraði 12 stig. Þetta er annar leikurinn út 1. deild karla sem Stöð 2 Sport sýnir beint en það var boðið upp á mikla spennu fyrir viku síðan þegar Selfoss vann Hrunamenn 89-85 eftir æsispennu og framlengdan leik. Blikarnir koma í heimsókn í Forsetahöllina og leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport. Föstudagsvöld kl. 19:15. Áfram Álftanes!Posted by Álftanes körfubolti on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021 Körfubolti Breiðablik Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Leikur nágrannaliðanna Breiðabliks og Álftaness í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Breiðablik er á toppi deildarinnar en Álftanesliðið er í fjórða sæti og aðeins tveimur stigum á eftir Blikum. Leikurinn fer fram á heimavelli Álftanesliðsins, Forsetahöllinni sjálfri, og hefst hann klukkan 19.15. Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05 en það er Tómas Steindórsson sem lýsir. Breiðablik hefur spilað í Domino´s deildinni áður en Álftanes, sem kom upp úr 2. deildinni fyrir tveimur árum, er að reyna að komast þangað í fyrsta sinn í sögu félagsins. Álftanes hefði verið með jafnmörg stig og Breiðablik hefði liðið snúið með bæði stigin heim frá Ísafirði en liðið tapaði þá með eins stigs mun á móti Vestra, 76-75. Álftanes var fimm stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Vestramenn skoruðu sex síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. Blikar hafa ekki spilað í ellefu daga eða síðan þeir töpuðu 100-88 á móti Skallagrími í Borgarnesi 15. febrúar síðastliðinn. Þeir höfðu þá unnið sex leiki í röð frá því að þeir töpuðu á móti Álftanesi 15. janúar síðastliðinn. Þetta er nefnilega annar leikur liðanna í vetur en Álftanes vann 96-87 sigur á Blikum í Smáranum í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveiruhlé. Cedrick Taylor Bowen skoraði þá 26 stig fyrir Álftanes og leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með þrennu, skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Vilhjálmur Kári Jensson var síðan með 11 stig og 13 fráköst. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur hjá Blikum í þeim leik með 21 stig en Samuel Prescott Jr. skoraði 12 stig. Þetta er annar leikurinn út 1. deild karla sem Stöð 2 Sport sýnir beint en það var boðið upp á mikla spennu fyrir viku síðan þegar Selfoss vann Hrunamenn 89-85 eftir æsispennu og framlengdan leik. Blikarnir koma í heimsókn í Forsetahöllina og leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport. Föstudagsvöld kl. 19:15. Áfram Álftanes!Posted by Álftanes körfubolti on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021
Körfubolti Breiðablik Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum