Staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:45 Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar