Herinn krefur forsætisráðherra Armeníu um afsögn Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 09:58 Nikol Pashinyan, forsætisráðherra, með hópi hermanna, áður en þeir voru sendir til víglínanna í fyrra.his resignation. EPA/TIGRAN MEHRABYAN Forsvarsmenn hers Armeníu hafa krafist þess að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra ríkisins, og ríkisstjórn hans láti af völdum. Pashinyan segist líta á kröfuna sem tilraun til valdaráns og hvetur hann stuðningsmenn sína til að mótmæla á götum úti. Pashinyan hefur beðið lögreglu landsins um að standa vörð um opinberar byggingar og hefur hann einnig rekið yfirmann herafla Armeníu. Forseti landsins hefur þó ekki skrifað undir þá skipun enn, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Onik Gasparyan, yfirmaður herafla Armeníu, sendi bréf til forsætisráðherrans, og þar sem afsagnar hans er krafist. Undir bréfið skrifuðu fjölmargir aðrir yfirmenn í hernum. Pashinyan hefur staðið frammi fyrir miklum mótmælum og áköllum um að hann segi af sér í kjölfar átaka Armeníu og Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh hérað í fyrra. Það voru sex vikna átök sem Armenar töpuðu með afgerandi hætti. Sjá einnig: Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Það tilheyrði formlega Aserbaídsjan en því hafði þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Eftir átökin samþykktu Armenar að láta héraðið alfarið af höndum auk annarra landsvæða. Fyrir vendingar dagsins hafði Pashinyan vikið varaformanni herforingjaráðs Armeníu úr starfi. Sá hafði gagnrýnt Pashinyan fyrir það hvernig hann hélt á spöðunum í átökunum í fyrra og sagði ríkisstjórn hans ekki hafa tekið góðar ákvarðanir. Armenía Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar og Aserar skiptast á föngum Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum. 15. desember 2020 10:28 Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 14. desember 2020 23:17 Varnarmálaráðherrann fer frá eftir umdeilt samkomulag Greint var frá því í morgun að aserski herinn hafi haldið inn í svæðið Aghdam í samræmi við ákvæði samningsins. 20. nóvember 2020 13:04 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Pashinyan hefur beðið lögreglu landsins um að standa vörð um opinberar byggingar og hefur hann einnig rekið yfirmann herafla Armeníu. Forseti landsins hefur þó ekki skrifað undir þá skipun enn, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Onik Gasparyan, yfirmaður herafla Armeníu, sendi bréf til forsætisráðherrans, og þar sem afsagnar hans er krafist. Undir bréfið skrifuðu fjölmargir aðrir yfirmenn í hernum. Pashinyan hefur staðið frammi fyrir miklum mótmælum og áköllum um að hann segi af sér í kjölfar átaka Armeníu og Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh hérað í fyrra. Það voru sex vikna átök sem Armenar töpuðu með afgerandi hætti. Sjá einnig: Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Það tilheyrði formlega Aserbaídsjan en því hafði þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Eftir átökin samþykktu Armenar að láta héraðið alfarið af höndum auk annarra landsvæða. Fyrir vendingar dagsins hafði Pashinyan vikið varaformanni herforingjaráðs Armeníu úr starfi. Sá hafði gagnrýnt Pashinyan fyrir það hvernig hann hélt á spöðunum í átökunum í fyrra og sagði ríkisstjórn hans ekki hafa tekið góðar ákvarðanir.
Armenía Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar og Aserar skiptast á föngum Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum. 15. desember 2020 10:28 Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 14. desember 2020 23:17 Varnarmálaráðherrann fer frá eftir umdeilt samkomulag Greint var frá því í morgun að aserski herinn hafi haldið inn í svæðið Aghdam í samræmi við ákvæði samningsins. 20. nóvember 2020 13:04 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Armenar og Aserar skiptast á föngum Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum. 15. desember 2020 10:28
Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 14. desember 2020 23:17
Varnarmálaráðherrann fer frá eftir umdeilt samkomulag Greint var frá því í morgun að aserski herinn hafi haldið inn í svæðið Aghdam í samræmi við ákvæði samningsins. 20. nóvember 2020 13:04
Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37