„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 15:25 Gísli Benedikt virtist skjálfa í viðtalinu við Kristján Má Unnarsson en það átti sér eðlilegar skýringar enda aðeins klæddur í peysu í viðtali sem tekið var utandyra. Vísir/Vilhelm Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. „Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
„Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent