Fimmtíu manns mega koma saman Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2021 11:33 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tilslakanirnar vera umtalsverðar nú enda hafi okkur gengið vel. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðsráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur sóttvarnalæknis og að sátt hafi verið innan ríkisstjórnar. Um sé að ræða umtalsverðar tilslakanir núna, „enda hafi okkur gengið vel í baráttunni," eins og ráðherrann sagði við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar að auki verður allt að tvö hundruð leyft að koma saman á viðburðum í sviðslistum, íþróttaviðburðum og annars staðar þar sem hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og að það sé að minnsta kosti einn metri á milli fólks. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Hámarksfjöldi í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum fer úr 50 prósent í 75 prósent af hámarksfjölda gesta sem leyfilegur er í laugunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um helgina. Annað minnisblaðið snéri að tillögum afléttingu í innanlandsaðgerðum og hitt að skólastarfi þar sem núverandi reglugerð þar að lútandi fellur úr gildi 28. febrúar. Vísir/Vilhelm Eins metra nálægðarregla í skólum Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að að staðnám í skólum verði aukið og reglur rýmkaðar varðandi félagslíf. Það verði þó kynnt betur síðar í dag. Svandís sagði eftir ríkisstjórnarfund að almanna nálægðarreglan verði einn metri í skólakerfinu. Þetta séu umtalsverðar tilskalkanir sem taki gildi strax á morgun, bæði almennar takmarkanir og tilskakanir í skólunum. Mun nýja reglugerðin gilda í þrjár vikur með fyrirvörum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræðir við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag.Vísir/Vilhelm Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda.Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum.Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda.Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns.Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis.Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðsráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur sóttvarnalæknis og að sátt hafi verið innan ríkisstjórnar. Um sé að ræða umtalsverðar tilslakanir núna, „enda hafi okkur gengið vel í baráttunni," eins og ráðherrann sagði við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar að auki verður allt að tvö hundruð leyft að koma saman á viðburðum í sviðslistum, íþróttaviðburðum og annars staðar þar sem hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og að það sé að minnsta kosti einn metri á milli fólks. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Hámarksfjöldi í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum fer úr 50 prósent í 75 prósent af hámarksfjölda gesta sem leyfilegur er í laugunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um helgina. Annað minnisblaðið snéri að tillögum afléttingu í innanlandsaðgerðum og hitt að skólastarfi þar sem núverandi reglugerð þar að lútandi fellur úr gildi 28. febrúar. Vísir/Vilhelm Eins metra nálægðarregla í skólum Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að að staðnám í skólum verði aukið og reglur rýmkaðar varðandi félagslíf. Það verði þó kynnt betur síðar í dag. Svandís sagði eftir ríkisstjórnarfund að almanna nálægðarreglan verði einn metri í skólakerfinu. Þetta séu umtalsverðar tilskalkanir sem taki gildi strax á morgun, bæði almennar takmarkanir og tilskakanir í skólunum. Mun nýja reglugerðin gilda í þrjár vikur með fyrirvörum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræðir við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag.Vísir/Vilhelm Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda.Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum.Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda.Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns.Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis.Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda.Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum.Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda.Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns.Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis.Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira