Sögðu Liverpool í „sögulegri krísu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2021 14:30 Svekkelsið leyndi sér ekki hjá leikmönnum Liverpool í gær. Laurence Griffiths/Getty Það eru vandræði hjá ensku meisturunum í Liverpool. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð á heimavelli og eru sextán stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða. Jan Mølby lék með Liverpool á árunum 1984 til 1996 við góðan orðstír. Daninn lék tæplega þrjú hundruð leiki fyrir félagið og þekkir hvern krók og kima hjá félaginu. Hann vinnur nú sem spekingur fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV3Sport og hann var í beinni frá Anfield eftir tapið gegn Everton í gær. „Ég sit fyrir framan útvarpsstöð sem sagði að Liverpool væri í sögulegri krísu,“ sagði Daninn. „Það er að sjálfsögðu út af því að væntingarnar til þessa liðs eru svo miklar í hvert einasta skipti sem það spilar. Maður ætlast til þess að þeir vinni. Því segja menn þetta sögulega krísu.“ El derbi de Mereyside agranda la crisis del Liverpool https://t.co/hzT3oKal2f pic.twitter.com/f4sxtrVzhB— La Estrella | Panamá (@EstrellaOnline) February 21, 2021 Margir velta nú fyrir sér hvað Liverpool þurfi að gera til þess að koma sér út úr þessum vandræðum og Martin Jørgensen, fyrrum danskur landsliðsmaður, var ekki með svarið á reiðum höndum. „Ef ég vissi svarið gæti ég orðið ansi ríkur. Ég held að þetta sé spurning sem Jurgen Klopp spyr sjálfan sig að,“ sagði Martin og hélt áfram. „Hann getur sagt að þeir eigi að halda áfram og gera það sem þeir hafa gert síðustu þrjú ár en leikmennirnir eru dálítið ráðvilltir inni á vellinum.“ „Þeir eru í mótvind, sem þeir hafa ekki lent í síðustu ár, þar sem þeir hafa bara unnið og unnið. Núna þurfa þeir að finna lausnir, sem þeir hafa ekki,“ bætti Martin við. 🗣"Can he play for Jurgen Klopp?"@andydunnmirror thinks Liverpool's problems run deeper than their injury crisis, including if Thiago suits a Jurgen Klopp system pic.twitter.com/3pR9O80Kub— Football Daily (@footballdaily) February 21, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 „Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01 Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Jan Mølby lék með Liverpool á árunum 1984 til 1996 við góðan orðstír. Daninn lék tæplega þrjú hundruð leiki fyrir félagið og þekkir hvern krók og kima hjá félaginu. Hann vinnur nú sem spekingur fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV3Sport og hann var í beinni frá Anfield eftir tapið gegn Everton í gær. „Ég sit fyrir framan útvarpsstöð sem sagði að Liverpool væri í sögulegri krísu,“ sagði Daninn. „Það er að sjálfsögðu út af því að væntingarnar til þessa liðs eru svo miklar í hvert einasta skipti sem það spilar. Maður ætlast til þess að þeir vinni. Því segja menn þetta sögulega krísu.“ El derbi de Mereyside agranda la crisis del Liverpool https://t.co/hzT3oKal2f pic.twitter.com/f4sxtrVzhB— La Estrella | Panamá (@EstrellaOnline) February 21, 2021 Margir velta nú fyrir sér hvað Liverpool þurfi að gera til þess að koma sér út úr þessum vandræðum og Martin Jørgensen, fyrrum danskur landsliðsmaður, var ekki með svarið á reiðum höndum. „Ef ég vissi svarið gæti ég orðið ansi ríkur. Ég held að þetta sé spurning sem Jurgen Klopp spyr sjálfan sig að,“ sagði Martin og hélt áfram. „Hann getur sagt að þeir eigi að halda áfram og gera það sem þeir hafa gert síðustu þrjú ár en leikmennirnir eru dálítið ráðvilltir inni á vellinum.“ „Þeir eru í mótvind, sem þeir hafa ekki lent í síðustu ár, þar sem þeir hafa bara unnið og unnið. Núna þurfa þeir að finna lausnir, sem þeir hafa ekki,“ bætti Martin við. 🗣"Can he play for Jurgen Klopp?"@andydunnmirror thinks Liverpool's problems run deeper than their injury crisis, including if Thiago suits a Jurgen Klopp system pic.twitter.com/3pR9O80Kub— Football Daily (@footballdaily) February 21, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 „Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01 Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00
„Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01
Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23