Ríkisrekin orkufyrirtæki unnu enn að því í morgun að koma á rafmagni til um 3.500 heimila í hverfum í norðurhluta Aþenu. Ástandið er verst í hverfinu Dionysos þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi.
„Enginn fer heim áður en búið er að koma á rafmagni á öllum heimilum,“ sagði forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis í gær.
Dagblaðið Efsyn, sem er vinstrisinnað, skrifar í morgun að loforð Mitsotakis séu „rituð í snjó“. Gagnrýni hefur sömuleiðis komið frá hægri, en Íhaldsmaðurinn Stefanos Manos, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, hefur skotið fast á ríkisstjórnina sem hann sakar um aðgerðaleysi. Heimili Manos hefur verið án rafmagns í þrjá sólarhringa.
Kuldakastið sem herjað hefur á Grikkland síðastu daga hefur leitt til versta óveðurs í landinu í áratugi.