Síðan Bruno gekk í raðir Manchester United frá Sporting í Portúgal þann 29. janúar á síðasta ári hefur hann komið að alls 52 mörkum í 58 leikjum í leikjum Manchester United. Aðeins Lionel Messi og Robert Lewandowski hafa komið að fleiri mörkum á sama tíma.
Messi hefur komið að 53 mörkum en Lewandowski ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Hann hefur komið að 67 mörkum á sama tíma.
Bruno Fernandes now has 51 goal involvements since making his Man United debut.
— ESPN FC (@ESPNFC) February 18, 2021
Only Lionel Messi (53) and Robert Lewandowski (67) have more in that time.
World class pic.twitter.com/FeECFykjfz
Segja má að Fernandes hafi snúið gengi félagsins við en hann var aðalástæða þess að Man United náði á endanum Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð er Bruno ein aðalástæða þess að United er sem stendur í öðru sætu ensku úrvalsdeildarinnar.
Á þessari leiktíð hefur Bruno skorað 14 mörk og lagt upp önnur tíu í 24 deildarleikjum. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í sex leikjum liðsins í Meistaradeild Evrópu. Þá hefur hann nú skorað tvö mörk í einum leik í Evrópudeildinni.
Nú þurfa aðdáendur Manchester United að vonast eftir því að Bruno haldi dampi út tímabilið svo félagið nái Meistaradeildarsæti og eigi möguleika á að landa titli.