Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrsta mark leiksins með fallegu langskoti. Stefán lék allan leikinn en hann hafði ekki gert það fyrir leik kvöldsins. Þá var Patrik Sigurður að leika sinn annan leik fyrir félagið, hefur hann haldið hreinu í báðum leikjum.
Stefán kom Silkeborg yfir á 19. mínútu leiksins og tvöfaldaði Nicklas Helenius forystu heimamanna á 28. mínútu. Þannig var staðan allt fram að lokum venjulegs leiktíma þegar Helenius bætti við þriðja markinu og gulltryggði öruggan sigur Silkeborg.
Silkeborg er nú tveimur stigum á eftir lærisveinum Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg en síðarnefnda liðið á þó leik til góða.
Så er @SilkeborgIF s optaktsmagasin til torsdagens kamp mod @KoldingIF klar i SIF App'en. Her kan du møde Kent Nielsen, Nicklas Helenius, SIF-ambassdøren Michael Ravn og målmandstræner Finn Secher med fortid i SIF, nu i Kolding. pic.twitter.com/gue9InajnL
— Silkeborg IF (@SilkeborgIF) February 17, 2021