Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:37 Miklar skemmdir urðu á Seyðisfirði í kjölfar aurskriða fyrr í vetur. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. Þar segir enn fremur að rýmingu hafi verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geti því snúið heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð Múlavegur 37 Baugsvegur 5 Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56 Fossgata 4, 5 og 7 Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c „Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni,“ segir í tilkynningunni. „Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.“ Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32 Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03 Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Þar segir enn fremur að rýmingu hafi verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geti því snúið heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð Múlavegur 37 Baugsvegur 5 Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56 Fossgata 4, 5 og 7 Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c „Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni,“ segir í tilkynningunni. „Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.“
Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32 Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03 Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19
Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03
Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52