Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum upp á 420 milljarða króna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 14:28 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins tóku þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Sigurjón Uppsöfnuð viðhaldsþörf í innviðum landsins er fjögurhundruð og tuttugu milljarðar króna á næstu tíu árum samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kynnt var í morgun. Lítið hefur breyst frá því sams konar skýrsla var gerð fyrir fjórum árum. Skýrsla sem gerð var árið 2017 var sú fyrsta sinna tegundar þar sem upplýsingar um fjárfestingar hins opinbera í innviðum voru dregnar saman á einn stað. Það sem stendur upp úr nú fjórum árum síðar er að viðhaldsþörfin er lang mest í þjóðvega- og sveitarstjórnavegakerfinu. Samkvæmt skýrslunni er staðan þar ívið verri nú en hún var fyrir fjórum árum og ekki horfur á að staðan breytist næstu tíu árin. Nú vanti 110 milljarða í viðhald og uppbyggingu þjóðveganna og fimmtíu til sjötíu milljarða í sveitarstjórnarvegina. Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að næsta ríkisstjórn verði að setja enn meira fé í viðhald vegakerfisins en núverandi stjórn hafi gert þótt hún hafi nánast tvöfaldað framlögin.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók þátt í pallborðsumræðum að kynningu lokinni. Í samtali við fréttastofu sagði hann þetta vissulega vera háar upphæðir og þær hefðu hækkað nokkuð frá síðustu skýrslu. „Sem skýrist annars vegar af því að kerfið er að stækka og hins vegar af því að kröfurnar eru vaxa. Bæði staðlar og kröfur almennings og fyrirtækja til umhverfisins. Þannig að áskorunin stækkar,“ segir Sigurður Ingi. Það jákvæða sé að hægt væri að sýna fram á að verulega hefði verið tekið á í þessum efnum á undanförnum fjórum árum. Ljóst væri að halda yrði áfram á þeirri braut. Þrátt fyrir nýsamþykkta samgönguáætlun á Alþingi segir í skýrslunni að það náist rétt að halda í við núverandi stöðu á næsta áratug. Áfram muni vanta um 14% af landsframleiðslunni í innviðauppbyggingu. Þannig að staðan verði álika slæm eftir tíu ár verði ekki verulega bætt í viðhald og framkvæmdir. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum landsins er upp á 110 milljarða króna og 50 til 70 milljarða á vegum sem heyra undir sveitarfélögin.Vísir/Vilhelm „Viðhaldsþörfin vex þrátt fyrir að við höfum tvöfaldað upphæðina frá árunum 2016/17 úr einhverjum fimm til sex milljörðum í ellefu til tólf milljarða (á ári). Þá þarf enn frekara fjármagn í þennan lið. Auðvitað mun hluti af þeim ný-og stofnframkvæmdum sem við erum að gera koma í stað viðhalds,“ segir samgönguráðherra. Til að mynda þar ný brú væri byggð í stað viðhalds á gamalli og þar sem vegir væru breikkaðir í stað viðhalds. Framkvæmdir sem þessar væru stofnframkvæmdir en ekki viðhald. Hann væri því sannfærður um að árangur muni nást miðað við þær áætlanir sem uppi væru. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Sigurður Inigi segir það bíða næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Skýrsla sem gerð var árið 2017 var sú fyrsta sinna tegundar þar sem upplýsingar um fjárfestingar hins opinbera í innviðum voru dregnar saman á einn stað. Það sem stendur upp úr nú fjórum árum síðar er að viðhaldsþörfin er lang mest í þjóðvega- og sveitarstjórnavegakerfinu. Samkvæmt skýrslunni er staðan þar ívið verri nú en hún var fyrir fjórum árum og ekki horfur á að staðan breytist næstu tíu árin. Nú vanti 110 milljarða í viðhald og uppbyggingu þjóðveganna og fimmtíu til sjötíu milljarða í sveitarstjórnarvegina. Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að næsta ríkisstjórn verði að setja enn meira fé í viðhald vegakerfisins en núverandi stjórn hafi gert þótt hún hafi nánast tvöfaldað framlögin.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók þátt í pallborðsumræðum að kynningu lokinni. Í samtali við fréttastofu sagði hann þetta vissulega vera háar upphæðir og þær hefðu hækkað nokkuð frá síðustu skýrslu. „Sem skýrist annars vegar af því að kerfið er að stækka og hins vegar af því að kröfurnar eru vaxa. Bæði staðlar og kröfur almennings og fyrirtækja til umhverfisins. Þannig að áskorunin stækkar,“ segir Sigurður Ingi. Það jákvæða sé að hægt væri að sýna fram á að verulega hefði verið tekið á í þessum efnum á undanförnum fjórum árum. Ljóst væri að halda yrði áfram á þeirri braut. Þrátt fyrir nýsamþykkta samgönguáætlun á Alþingi segir í skýrslunni að það náist rétt að halda í við núverandi stöðu á næsta áratug. Áfram muni vanta um 14% af landsframleiðslunni í innviðauppbyggingu. Þannig að staðan verði álika slæm eftir tíu ár verði ekki verulega bætt í viðhald og framkvæmdir. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum landsins er upp á 110 milljarða króna og 50 til 70 milljarða á vegum sem heyra undir sveitarfélögin.Vísir/Vilhelm „Viðhaldsþörfin vex þrátt fyrir að við höfum tvöfaldað upphæðina frá árunum 2016/17 úr einhverjum fimm til sex milljörðum í ellefu til tólf milljarða (á ári). Þá þarf enn frekara fjármagn í þennan lið. Auðvitað mun hluti af þeim ný-og stofnframkvæmdum sem við erum að gera koma í stað viðhalds,“ segir samgönguráðherra. Til að mynda þar ný brú væri byggð í stað viðhalds á gamalli og þar sem vegir væru breikkaðir í stað viðhalds. Framkvæmdir sem þessar væru stofnframkvæmdir en ekki viðhald. Hann væri því sannfærður um að árangur muni nást miðað við þær áætlanir sem uppi væru. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Sigurður Inigi segir það bíða næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06
Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21