Vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd skoði orðræðu Helga Hrafns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:36 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd taki til skoðunar ummæli Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um Miðflokkinn. Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“ Alþingi Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“
Alþingi Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira