Lögmæti framboðs Orra dregið í efa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 14:01 Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks í viðtali. vísir/skjáskot Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar. Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira