Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2021 08:13 Kim Kielsen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Grænlands frá árinu 2014. EPA Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru. Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Sermitsiaq.AG segir frá því að 27 af 31 þingmanni hafi greitt atkvæði með því að boða til kosninga, en mikil óvissa og spenna hefur verið í grænlenskum stjórnmálum síðustu mánuði. Flokkurinn Demokraatit sagði skilið við samsteypustjórn flokksins, Siumut og Nunatta Qitornai fyrr í mánuðinum sem varð til þess að eftir stóð veik minnihlutastjórn sem einungis naut stuðnings ellefu þingmanna. Miklar umræður fóru fram í grænlenska þinginu í gær um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til nýrra kosninga. Áður en til atkvæðagreiðslunnar kom fór Kim Kielsen forsætisráðherra svo upp í pontu og þakkaði fyrir sig, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Mikil átök hafa verið innan Siumut, flokks Kielsens, síðustu vikur og mánuði, en Erik Jensen bolaði honum úr formannsembætti í nóvember síðastliðinn. Jensen mun því leiða kosningabaráttu flokksins. Skoðanakannanir benda til að nokkur breyting gæti orðið á samsetningu þingsins, en þær benda til að Inuit Ataqatigiit, sem nú er með átta þingmenn, fái um þrettán þingsæti. Alls eru nú sjö flokkar á grænlenska þinginu, en kannanirnar benda sömuleiðis til að einhverjir minnstu flokkanna muni detta út af þingi í þeim kosningum sem framundan eru.
Grænland Tengdar fréttir Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. 9. febrúar 2021 23:27
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45