Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:15 Forsætisráðherra sagðist áfram myndu fylgja ráðum sóttvarnalæknis hvað varðar aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira