Segir Liverpool enn eiga möguleika á því að bjarga tímabilinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 16:00 Leikmenn Liverpool þurfa að gera betur en að undanförnu ef liðið á að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Getty/Andrew Powell Liverpool skiptir í kvöld úr vandræðum sínum í ensku úrvalsdeildinni yfir í Meistaradeildina þar sem liðið vonast til betri úrslitum en að undanförnu. Nú er aftur á móti tími til að sjá hvort vandamálin fylgi liðinu líka til Evrópu. John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira