Segir Liverpool enn eiga möguleika á því að bjarga tímabilinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 16:00 Leikmenn Liverpool þurfa að gera betur en að undanförnu ef liðið á að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Getty/Andrew Powell Liverpool skiptir í kvöld úr vandræðum sínum í ensku úrvalsdeildinni yfir í Meistaradeildina þar sem liðið vonast til betri úrslitum en að undanförnu. Nú er aftur á móti tími til að sjá hvort vandamálin fylgi liðinu líka til Evrópu. John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti