Harry og Meghan rjúfa þögnina í viðtali við Opruh Winfrey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:56 Meghan og Harry sjást hér á Mountbatten-tónlistarhátíðinni í mars í fyrra en skömmu síðar losnuðu þau undan öllum sínum konunglegu skyldum. Getty/Simon Dawson Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu í næsta mánuði setjast niður með bandaríska þáttastjórnandanum Opruh Winfrey og veita sitt fyrsta viðtal eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum í mars í fyrra. Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira