Sá sjötti sem kemur til greina í fimm manna stjórn Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 13:44 Steinn Logi hefur áratuga reynslu af fluggeiranum. Aðsend Steinn Logi Björnsson, sem starfaði um árabil hjá Icelandair, mun gefa kost á sér í stjórn Icelandair group. Hann er sá sjötti sem gefið hefur kost á sér til setu í fimm manna stjórn félagsins. Aðalfundur félagsins fer fram 12. mars. Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður. Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður.
Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira