Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 18:06 Justin Timberlake hefur beðið Janet Jackson og Britney Spears afsökunar vegna framkomu hans í garð þeirra á fyrstu árum þessarar aldar. Getty/Matt Winkelmeyer Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. Timberlake hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur vegna framkomu hans í garð kvennanna og fór gagnrýnin á flug eftir að heimildamyndin Framing Britney Spears var frumsýnd um síðustu helgi. Timberlake birti afsökunarbeiðnina á Instagram fyrir stuttu en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarna daga vegna hegðunar hans og framkomu í garð Spears og Jackson á fyrstu árum aldarinnar. Timberlake og Spears voru kærustupar um tíma en Timberlake og Jackson stigu saman á svið á bandarísku Ofurskálinni árið 2004 þar sem Timberlake beraði brjóst hennar fyrir framan alþjóð. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða talaði ekki gegn því sem var rangt.“ „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ „Olli öllum mæðrum í landinu vonbrigðum“ Heimildamyndin Framing Britney fjallar fyrst og fremst um umfjöllun fjölmiðla vestanhafs um Spears og deilur hennar og föður hennar, sem fékk forræði yfir henni árið 2007, í kjölfar taugaáfalls sem hún fékk. Pabbi hennar er enn með forræði yfir Spears, 39 ára gamalli, fimmtán árum eftir að honum var veitt það fyrst. View this post on Instagram A post shared by Glamour (@glamourmag) Tímaritið Glamour Magazine hefur beðist afsökunar á umfjöllun þess um Spears og sagði í afsökunarbeiðni „Það er okkur öllum að kenna sem gerðist við Britney Spears.“ Spears hefur ekki verið sjálfráða frá árinu 2007 þegar hún fékk taugaáfall og pabba hennar var gefið forræði yfir henni í kjölfarið.Getty/Axelle Þá hefur bloggarinn Perez Hilton einnig beðist afsökunar vegna hegðunar hans í garð Spears. „Orð mín og gjörðir voru rangar. Ég var ógeðslegur, vondur, ónærgætinn og skelfilegur. Ég hef beðið Britney afsökunar, ekki opinberlega en í persónu.“ Viðtal sem blaðakonan Diane Sawyer tók við Spears árið 2003 hefur sérstaklega verið gagnrýnt en þar spyr Sawyer Spears út í ástar- og tilhugalíf hennar og endaði það á því að hin 21 árs gamla Spears fór að gráta vegna spurninga Sawyers. Á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Sawyer að Spears hafi valdið „öllum mæðrum í landinu vonbrigðum.“ Hægt er að horfa á viðtal Sawyers í heild sinni hér að neðan. „Cry Me a River“ Spears og Timberlake voru bæði barnastjörnur á sínum tíma og kynntust þegar þau léku saman í þáttunum The Mickey Mouse Club á árunum 1992-1996. Spears varð svo ein vinsælasta poppstjarna Bandaríkjanna stuttu síðar og Timberlake gekk til liðs við strákabandið NSYNC. Árið 2000 viðurkenndu þau að þau væru saman, bæði þá 19 ára gömul. Timberlake og Spears höfðu bæði, sem barna- og unglingastjörnur, heitið því að þau ætluðu ekki að sofa hjá fyrir hjónaband. En árið 2003 viðurkenndi Spears að þau hefðu þrátt fyrir þetta sofið saman og olli það miklu fjaðrafoki. Eftir að leiðir skildu hjá parinu kom Timberlake þeim orðrómi af stað að Spears hafi haldið fram hjá honum og var Spears í kjölfarið harðlega gagnrýnd og miðlar vestanhafs létu hörð orð falla um meint framhjáhald. Ásakanir Timberlakes rötuðu meira að segja inn í tónlistina hans, en hann var þá búinn að segja skilið við NSYNC, og má það best sjá í laginu og tónlistarmyndbandinu Cry Me a River. Þar má sjá leikkonu, sem margir telja líkjast Spears mjög, leika hlutverk fyrrverandi kærustu Timberlakes og í myndbandinu sést hún halda fram hjá honum. Lagið fjallar einmitt um það, að kærasta hans hafi svikið hann. Ofurskálin 2004 Eins og áður segir bað Timberlake Janet Jackson einnig afsökunar vegna Ofurskálarinnar, eða Super Bowl, árið 2004. Timberlake og Jackson tróðu þar saman upp en Timberlake beraði á ákveðnum tímapunkti annað brjóst Jackson. Janet Jackson var harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins á Ofurskálinni árið 2004 og var tónlist hennar bönnuð víða í kjölfarið.Getty/Dave J Hogan Í kjölfarið var öll tónlist Jacksons bönnuð af stöðvum Viacom fjölmiðlarisans, sem á meðal annars CBS og MTV og af útvarpsstöðum Infinity Broadcasting. Þá hafði Jackson átt að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni, sem fór fram vikuna eftir Ofurskálina, en þeirri framkomu var aflýst, enda Grammy verðlaunin sýnd á sjónvarpsstöðinni CBS. Jackson hafði einnig fengið hlutverk listakonunnar og aðgerðasinnans Lenu Horne, í samnefndri kvikmynd, en Jackson var í kjölfar atburðarins látin segja hlutverkinu lausu. Afleiðingarnar voru miklar fyrir Jackson, og eru þær raktar að fullu hér. Atvikið hafði nær engin áhrif á Timberlake og var hann kallaður „Teflon maðurinn“ af People Magazine í kjölfarið, þar sem atvikið hafði engin áhrif á hann, miðað við áhrifin sem það hafði á Jackson. Hollywood Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Timberlake hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur vegna framkomu hans í garð kvennanna og fór gagnrýnin á flug eftir að heimildamyndin Framing Britney Spears var frumsýnd um síðustu helgi. Timberlake birti afsökunarbeiðnina á Instagram fyrir stuttu en hann hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarna daga vegna hegðunar hans og framkomu í garð Spears og Jackson á fyrstu árum aldarinnar. Timberlake og Spears voru kærustupar um tíma en Timberlake og Jackson stigu saman á svið á bandarísku Ofurskálinni árið 2004 þar sem Timberlake beraði brjóst hennar fyrir framan alþjóð. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) „Ég sé mjög eftir þeim tíma í lífi mínu þar sem framkoma mín var hluti af vandamálinu, þar sem ég fór yfir strikið eða talaði ekki gegn því sem var rangt.“ „Ég vil sérstaklega biðja Britney Spears og Janet Jackson afsökunar, vegna þess að mér þykir vænt um og ber virðingu fyrir þessum konum og ég veit að ég brást.“ „Olli öllum mæðrum í landinu vonbrigðum“ Heimildamyndin Framing Britney fjallar fyrst og fremst um umfjöllun fjölmiðla vestanhafs um Spears og deilur hennar og föður hennar, sem fékk forræði yfir henni árið 2007, í kjölfar taugaáfalls sem hún fékk. Pabbi hennar er enn með forræði yfir Spears, 39 ára gamalli, fimmtán árum eftir að honum var veitt það fyrst. View this post on Instagram A post shared by Glamour (@glamourmag) Tímaritið Glamour Magazine hefur beðist afsökunar á umfjöllun þess um Spears og sagði í afsökunarbeiðni „Það er okkur öllum að kenna sem gerðist við Britney Spears.“ Spears hefur ekki verið sjálfráða frá árinu 2007 þegar hún fékk taugaáfall og pabba hennar var gefið forræði yfir henni í kjölfarið.Getty/Axelle Þá hefur bloggarinn Perez Hilton einnig beðist afsökunar vegna hegðunar hans í garð Spears. „Orð mín og gjörðir voru rangar. Ég var ógeðslegur, vondur, ónærgætinn og skelfilegur. Ég hef beðið Britney afsökunar, ekki opinberlega en í persónu.“ Viðtal sem blaðakonan Diane Sawyer tók við Spears árið 2003 hefur sérstaklega verið gagnrýnt en þar spyr Sawyer Spears út í ástar- og tilhugalíf hennar og endaði það á því að hin 21 árs gamla Spears fór að gráta vegna spurninga Sawyers. Á einum tímapunkti í viðtalinu sagði Sawyer að Spears hafi valdið „öllum mæðrum í landinu vonbrigðum.“ Hægt er að horfa á viðtal Sawyers í heild sinni hér að neðan. „Cry Me a River“ Spears og Timberlake voru bæði barnastjörnur á sínum tíma og kynntust þegar þau léku saman í þáttunum The Mickey Mouse Club á árunum 1992-1996. Spears varð svo ein vinsælasta poppstjarna Bandaríkjanna stuttu síðar og Timberlake gekk til liðs við strákabandið NSYNC. Árið 2000 viðurkenndu þau að þau væru saman, bæði þá 19 ára gömul. Timberlake og Spears höfðu bæði, sem barna- og unglingastjörnur, heitið því að þau ætluðu ekki að sofa hjá fyrir hjónaband. En árið 2003 viðurkenndi Spears að þau hefðu þrátt fyrir þetta sofið saman og olli það miklu fjaðrafoki. Eftir að leiðir skildu hjá parinu kom Timberlake þeim orðrómi af stað að Spears hafi haldið fram hjá honum og var Spears í kjölfarið harðlega gagnrýnd og miðlar vestanhafs létu hörð orð falla um meint framhjáhald. Ásakanir Timberlakes rötuðu meira að segja inn í tónlistina hans, en hann var þá búinn að segja skilið við NSYNC, og má það best sjá í laginu og tónlistarmyndbandinu Cry Me a River. Þar má sjá leikkonu, sem margir telja líkjast Spears mjög, leika hlutverk fyrrverandi kærustu Timberlakes og í myndbandinu sést hún halda fram hjá honum. Lagið fjallar einmitt um það, að kærasta hans hafi svikið hann. Ofurskálin 2004 Eins og áður segir bað Timberlake Janet Jackson einnig afsökunar vegna Ofurskálarinnar, eða Super Bowl, árið 2004. Timberlake og Jackson tróðu þar saman upp en Timberlake beraði á ákveðnum tímapunkti annað brjóst Jackson. Janet Jackson var harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins á Ofurskálinni árið 2004 og var tónlist hennar bönnuð víða í kjölfarið.Getty/Dave J Hogan Í kjölfarið var öll tónlist Jacksons bönnuð af stöðvum Viacom fjölmiðlarisans, sem á meðal annars CBS og MTV og af útvarpsstöðum Infinity Broadcasting. Þá hafði Jackson átt að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni, sem fór fram vikuna eftir Ofurskálina, en þeirri framkomu var aflýst, enda Grammy verðlaunin sýnd á sjónvarpsstöðinni CBS. Jackson hafði einnig fengið hlutverk listakonunnar og aðgerðasinnans Lenu Horne, í samnefndri kvikmynd, en Jackson var í kjölfar atburðarins látin segja hlutverkinu lausu. Afleiðingarnar voru miklar fyrir Jackson, og eru þær raktar að fullu hér. Atvikið hafði nær engin áhrif á Timberlake og var hann kallaður „Teflon maðurinn“ af People Magazine í kjölfarið, þar sem atvikið hafði engin áhrif á hann, miðað við áhrifin sem það hafði á Jackson.
Hollywood Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira