„Arnar vill ekki að ég sitji inni á skrifstofu“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2021 14:38 Lars Lagerbäck skildi við Ísland eftir að liðið lék í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi. Nú er hann mættur aftur, sem aðstoðarþjálfari. Getty/Jan Kruger Lars Lagerbäck kveðst svo sannarlega hafa saknað sinna gömlu lærisveina í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hans nýja hlutverki hjá landsliðinu, sem nú er undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, væri að mati Svíans best lýst sem starfi aðstoðarþjálfara. „Ég er auðvitað mjög ánægður með það að geta endurnýjað kynnin við Ísland. Þegar Arnar og Guðni spurðu hvort að ég gæti hjálpað þá kvaðst ég afar glaður vilja gera það, og hitta þannig leikmennina aftur. Flestir þeirra eru enn þarna og margt af starfsfólkinu í kringum liðið. Ég lít á það sem algjör forréttindi að hafa fengið þetta boð og vonandi get ég hjálpað. Það myndi gleðja mig afar mikið ef að Ísland næði góðum árangri í komandi undankeppni,“ segir Lagerbäck í samtali við Vísi í dag. Klippa: Lagerbäck um að snúa aftur til Íslands Lagerbäck lét af störfum sem þjálfari norska landsliðsins undir lok síðasta árs eftir að hafa stýrt því frá árinu 2017. Áður þjálfaði þessi 72 ára gamli Svíi íslenska landsliðið í fjögur og hálft ár með sögulega góðum árangri, en hætti eftir að hafa farið með liðinu í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi. Nú snýr hann aftur og kveðst vissulega hafa saknað íslensku leikmannanna: „Já, að sjálfsögðu. Þetta var einn besti tíminn á minni starfsævi og alveg klárlega auðveldasta starfið því leikmennirnir voru stórkostlegir varðandi hugarfar og karakter. Ég man ekki eftir einu einasta vandamáli í samvinnunni við leikmenn. Þeir sýndu mikla hollustu. Hvað þetta varðar þá var mjög auðvelt að vera þjálfari Íslands,“ segir Lagerbäck. Ekki var alveg sömu sögu að segja af tíma hans í Noregi en undir lokin átti hann til að mynda í háværum deilum við eina af stjörnum norska liðsins, Alexander Sörloth. „Veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa“ KSÍ kynnti Lagerbäck til leiks á ný í gær með fréttatilkynningu þar sem fram kom að hann yrði tæknilegur ráðgjafi. Lagerbäck hefur aðeins gert munnlegt samkomulag við sambandið og ekki liggur nákvæmlega fyrir hve lengi hann mun starfa, en hann kveðst þó sjá fyrir sér að vera Arnari innan handar að minnsta kosti út undankeppni HM í Katar sem er öll leikin á þessu ári. „Ég veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa,“ segir Lagerbäck og brosir í kampinn. Klippa: Lagerbäck um starfstitilinn hjá KSÍ „Ég held að best fari á því að kalla mig aðstoðarþjálfara. Ég og Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari], ásamt öðrum í starfsliðinu, eigum að aðstoða Arnar eins vel og við getum. Arnar er stjórinn og tekur að sjálfsögðu ákvarðanirnar. Þetta er ekki allt frágengið hjá okkur en það sem við höfum rætt er að skiptast á hugmyndum um okkar eigin leikmenn og andstæðingana. Ég skoða hvað ég sé í þessu og segi Arnari frá því. Við erum byrjaðir að ræða aðeins hve mikinn þátt ég tek í praktíska hlutanum af þessu. Ef að ég get byrjað að ferðast [vegna kórónuveirufaraldursins] er planið að ég sé með í viku áður en að liðið kemur saman, en svo höfum við ekki ákveðið nein smáatriði varðandi vinnuna með leikmönnum. Arnar hefur verið mjög opinn huga og sagt að hann vilji að ég sé virkur þátttakandi. Hann vill ekki að sitji bara inni á skrifstofu og segi hvað mér finnst. En við eigum eftir að ákveða smáatriðin í þessu,“ segir Lagerbäck. Geri það sem að Arnar ákveður Svíinn mun því koma til með að segja sína skoðun á því hvaða leikmannahóp eigi að velja í hvern leik og hvernig byrjunarlið Íslands skuli vera, svo dæmi sé tekið. „Já, það held ég. En ég geri auðvitað bara það sem Arnar ákveður. Hann er með ákveðinn hóp leikmanna í huga eins og ég hafði, sem við reynum að fylgjast eins grannt með og hægt er. Svo höfum við líka aðeins rætt það hvernig landsliðið ætti að spila og slíkt.“ Kári Árnason er elstur þeirra sem borið hafa uppi landsliðið síðustu ár. Lagerbäck segir hann hafa verið frábæran í síðustu undankeppni.Getty/Jean Catuffe Telur gullkynslóðina geta náð hærri hæðum en 2016 Hryggjarstykkið í íslenska landsliðinu var í fyrra enn það sama og Lagerbäck skapaði á sínum. Hvort eða hversu mikið það breytist undir stjórn Arnars verður að koma í ljós en það kemur Lagerbäck ekkert á óvart hve lítið hópurinn hefur breyst síðustu ár: „Auðvitað ef maður lítur til dæmis á Hannes og Kára þá eru þeir elstir af þessum sem eru enn að spila og það kemur kannski eitthvað á óvart, en ég hef séð flesta leiki Íslands síðan ég hætti að þjálfa liðið og fannst Hannes og Kári spila afskaplega vel í síðustu undankeppni. En aldurinn ræður ekki öllu. Ragnar er líka aðeins farinn að eldast en hinir í hópnum eiga allir 2-4 ár eftir ef þeir forðast meiðsli og spila hjá góðum liðum. Ég held að þeir geti náð jafnvel meiri hæðum í þessari undankeppni en þeir gerðu fyrir fimm árum,“ segir Lagerbäck og bætir við: „Ég hef fylgst með flestum þeirra leikmanna sem ég þekki og spiluðu undir minni stjórn. Ég þekki ekki eins vel yngri leikmennina sem eru að koma inn. Flestir eru að gera góða hluti hjá sínum félagsliðum. Gylfi sýndi til dæmis í síðasta leik að hann er í algjörum toppklassa. Ég er líka í miklu sambandi við Heimi og veit að Aron er að gera mjög góða hluti í Katar. Þessir „eldri“ menn í hópnum eru því að mínu mati á sama stigi og þegar ég hætti 2016.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög ánægður með það að geta endurnýjað kynnin við Ísland. Þegar Arnar og Guðni spurðu hvort að ég gæti hjálpað þá kvaðst ég afar glaður vilja gera það, og hitta þannig leikmennina aftur. Flestir þeirra eru enn þarna og margt af starfsfólkinu í kringum liðið. Ég lít á það sem algjör forréttindi að hafa fengið þetta boð og vonandi get ég hjálpað. Það myndi gleðja mig afar mikið ef að Ísland næði góðum árangri í komandi undankeppni,“ segir Lagerbäck í samtali við Vísi í dag. Klippa: Lagerbäck um að snúa aftur til Íslands Lagerbäck lét af störfum sem þjálfari norska landsliðsins undir lok síðasta árs eftir að hafa stýrt því frá árinu 2017. Áður þjálfaði þessi 72 ára gamli Svíi íslenska landsliðið í fjögur og hálft ár með sögulega góðum árangri, en hætti eftir að hafa farið með liðinu í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi. Nú snýr hann aftur og kveðst vissulega hafa saknað íslensku leikmannanna: „Já, að sjálfsögðu. Þetta var einn besti tíminn á minni starfsævi og alveg klárlega auðveldasta starfið því leikmennirnir voru stórkostlegir varðandi hugarfar og karakter. Ég man ekki eftir einu einasta vandamáli í samvinnunni við leikmenn. Þeir sýndu mikla hollustu. Hvað þetta varðar þá var mjög auðvelt að vera þjálfari Íslands,“ segir Lagerbäck. Ekki var alveg sömu sögu að segja af tíma hans í Noregi en undir lokin átti hann til að mynda í háværum deilum við eina af stjörnum norska liðsins, Alexander Sörloth. „Veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa“ KSÍ kynnti Lagerbäck til leiks á ný í gær með fréttatilkynningu þar sem fram kom að hann yrði tæknilegur ráðgjafi. Lagerbäck hefur aðeins gert munnlegt samkomulag við sambandið og ekki liggur nákvæmlega fyrir hve lengi hann mun starfa, en hann kveðst þó sjá fyrir sér að vera Arnari innan handar að minnsta kosti út undankeppni HM í Katar sem er öll leikin á þessu ári. „Ég veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa,“ segir Lagerbäck og brosir í kampinn. Klippa: Lagerbäck um starfstitilinn hjá KSÍ „Ég held að best fari á því að kalla mig aðstoðarþjálfara. Ég og Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari], ásamt öðrum í starfsliðinu, eigum að aðstoða Arnar eins vel og við getum. Arnar er stjórinn og tekur að sjálfsögðu ákvarðanirnar. Þetta er ekki allt frágengið hjá okkur en það sem við höfum rætt er að skiptast á hugmyndum um okkar eigin leikmenn og andstæðingana. Ég skoða hvað ég sé í þessu og segi Arnari frá því. Við erum byrjaðir að ræða aðeins hve mikinn þátt ég tek í praktíska hlutanum af þessu. Ef að ég get byrjað að ferðast [vegna kórónuveirufaraldursins] er planið að ég sé með í viku áður en að liðið kemur saman, en svo höfum við ekki ákveðið nein smáatriði varðandi vinnuna með leikmönnum. Arnar hefur verið mjög opinn huga og sagt að hann vilji að ég sé virkur þátttakandi. Hann vill ekki að sitji bara inni á skrifstofu og segi hvað mér finnst. En við eigum eftir að ákveða smáatriðin í þessu,“ segir Lagerbäck. Geri það sem að Arnar ákveður Svíinn mun því koma til með að segja sína skoðun á því hvaða leikmannahóp eigi að velja í hvern leik og hvernig byrjunarlið Íslands skuli vera, svo dæmi sé tekið. „Já, það held ég. En ég geri auðvitað bara það sem Arnar ákveður. Hann er með ákveðinn hóp leikmanna í huga eins og ég hafði, sem við reynum að fylgjast eins grannt með og hægt er. Svo höfum við líka aðeins rætt það hvernig landsliðið ætti að spila og slíkt.“ Kári Árnason er elstur þeirra sem borið hafa uppi landsliðið síðustu ár. Lagerbäck segir hann hafa verið frábæran í síðustu undankeppni.Getty/Jean Catuffe Telur gullkynslóðina geta náð hærri hæðum en 2016 Hryggjarstykkið í íslenska landsliðinu var í fyrra enn það sama og Lagerbäck skapaði á sínum. Hvort eða hversu mikið það breytist undir stjórn Arnars verður að koma í ljós en það kemur Lagerbäck ekkert á óvart hve lítið hópurinn hefur breyst síðustu ár: „Auðvitað ef maður lítur til dæmis á Hannes og Kára þá eru þeir elstir af þessum sem eru enn að spila og það kemur kannski eitthvað á óvart, en ég hef séð flesta leiki Íslands síðan ég hætti að þjálfa liðið og fannst Hannes og Kári spila afskaplega vel í síðustu undankeppni. En aldurinn ræður ekki öllu. Ragnar er líka aðeins farinn að eldast en hinir í hópnum eiga allir 2-4 ár eftir ef þeir forðast meiðsli og spila hjá góðum liðum. Ég held að þeir geti náð jafnvel meiri hæðum í þessari undankeppni en þeir gerðu fyrir fimm árum,“ segir Lagerbäck og bætir við: „Ég hef fylgst með flestum þeirra leikmanna sem ég þekki og spiluðu undir minni stjórn. Ég þekki ekki eins vel yngri leikmennina sem eru að koma inn. Flestir eru að gera góða hluti hjá sínum félagsliðum. Gylfi sýndi til dæmis í síðasta leik að hann er í algjörum toppklassa. Ég er líka í miklu sambandi við Heimi og veit að Aron er að gera mjög góða hluti í Katar. Þessir „eldri“ menn í hópnum eru því að mínu mati á sama stigi og þegar ég hætti 2016.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti