Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Margrét Helga Erlingsdóttir og skrifa 11. febrúar 2021 16:21 Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að það sé starfsfólkinu mikill léttir að nú sé enginn inniliggjandi með virka COVID-19 sýkingu. Stöð 2/Sigurjón Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. „Þetta er alveg ótrúlega ánægjulegt vegna þess að við erum búin að standa í þessu, meira og minna, síðan 28. febrúar síðastliðinn þannig að þetta er orðið hartnær eitt ár.“ Már segir að léttara sé yfir starfsfólkinu og að í morgun hafi það sent hvert öðru hamingjuóskir með áfangann. „Við í farsóttarnefndinni höfum verið að senda pósta okkar á milli og ég veit líka að aðrir hafa verið að gera það. Fólk er bara mjög glatt með þetta.“ Góður árangur í faraldrinum engin tilviljun Már telur að aðallega tvennt hafi orðið til þess að skapa þessa góðu stöðu. Annars vegar sé það samtakamáttur og árvekni almennings sem hafi staðið sig ofboðslega vel í að fara eftir leiðbeiningum um fjarlægðarmörk og grímunotkun. Hins vegar sé það verklag og reynsla sem hafi skapast innan heilbrigðiskerfisins og almannavarna á borð við smitrakningu, göngudeild og læknavaktina. „Með stofnsetningu göngudeildar COVID-19 gátum við verið í sambandi við hvern einasta einstakling sem greindist með sýkinguna og fylgst með þeim með reglubundnum hætti. Þannig gátum við gripið inn í áður en til innlagnar kom hjá mjög mörgum einstaklingum – ekki alveg öllum – en þorra fólks og þannig komið í veg fyrir innlagnir á spítalann. […] Þegar maður leggur þessa þætti saman þá held ég að þetta sé það sem gerir það að verkum að við vorum ekki alveg á hvolfi. Við vorum þó ansi nálægt því síðasta vor en þá vissum við minna og vorum að læra inn á þetta. Það voru til dæmis miklu færri gjörgæsluinnlagnir í haust þrátt fyrir að fleiri hafi greinst með veiruna þá.“ Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans í kórónuveirufaraldrinum.Þorkell Þorkelsson Full ástæða til að vera bjartsýn Það sé þó ekki aðeins verklagið sem vinni með okkur núna. Heilmikil reynsla og þekking hafi orðið til eftir fyrstu bylgju faraldursins. „Við höfðum líka sértækari lyfjum á að skipa í haust, eins og Favipiravir og Remdesivir og steranotkunin. Þetta er allt saman lærdómur sem skapaðist í lok fyrstu bylgjunnar. Síðan kemur ágætis sjúkdómshlé yfir sumarið og síðan þegar þetta skellir á okkur í haust þá bjuggum við að þessu viðbragði og sértæku meðulum. Allir þessir þættir lögðust á eitt við að hjálpa okkur að glíma við veiruna með þessum hætti sem í rauninni leiða til þessa gleðidags í dag.“ Már segir aðspurður að það sé full ástæða fyrir landsmenn að vera bjartsýnir varðandi næstu mánuði. Gott kerfi sé á landamærunum, þjóðin sé samstillt og góð þekking hafi skapast á spítalanum en bólusetningin sé ekki síst gleðiefni. „Þessi hernaðaráætlun að bólusetja þá sem standa höllustum fæti annars vegar og framvarðarsveitina hins vegar sé að skila okkur í ákveðinni fullvissu um að jafnvel þótt eitthvað komi upp á þá séum við búin að verja þá allra elstu og hrumustu en einnig okkar framlínusveit. Við ættum því ekki að lenda í viðlíka áföllum og við höfum séð á sjúkrahúsum erlendis þar sem fólk hefur verið algjörlega kaffært, annars vegar vegna veikra og aldraðra og hinsvegar vegna skorts á starfsfólki og veikinda þeirra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29 Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega ánægjulegt vegna þess að við erum búin að standa í þessu, meira og minna, síðan 28. febrúar síðastliðinn þannig að þetta er orðið hartnær eitt ár.“ Már segir að léttara sé yfir starfsfólkinu og að í morgun hafi það sent hvert öðru hamingjuóskir með áfangann. „Við í farsóttarnefndinni höfum verið að senda pósta okkar á milli og ég veit líka að aðrir hafa verið að gera það. Fólk er bara mjög glatt með þetta.“ Góður árangur í faraldrinum engin tilviljun Már telur að aðallega tvennt hafi orðið til þess að skapa þessa góðu stöðu. Annars vegar sé það samtakamáttur og árvekni almennings sem hafi staðið sig ofboðslega vel í að fara eftir leiðbeiningum um fjarlægðarmörk og grímunotkun. Hins vegar sé það verklag og reynsla sem hafi skapast innan heilbrigðiskerfisins og almannavarna á borð við smitrakningu, göngudeild og læknavaktina. „Með stofnsetningu göngudeildar COVID-19 gátum við verið í sambandi við hvern einasta einstakling sem greindist með sýkinguna og fylgst með þeim með reglubundnum hætti. Þannig gátum við gripið inn í áður en til innlagnar kom hjá mjög mörgum einstaklingum – ekki alveg öllum – en þorra fólks og þannig komið í veg fyrir innlagnir á spítalann. […] Þegar maður leggur þessa þætti saman þá held ég að þetta sé það sem gerir það að verkum að við vorum ekki alveg á hvolfi. Við vorum þó ansi nálægt því síðasta vor en þá vissum við minna og vorum að læra inn á þetta. Það voru til dæmis miklu færri gjörgæsluinnlagnir í haust þrátt fyrir að fleiri hafi greinst með veiruna þá.“ Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans í kórónuveirufaraldrinum.Þorkell Þorkelsson Full ástæða til að vera bjartsýn Það sé þó ekki aðeins verklagið sem vinni með okkur núna. Heilmikil reynsla og þekking hafi orðið til eftir fyrstu bylgju faraldursins. „Við höfðum líka sértækari lyfjum á að skipa í haust, eins og Favipiravir og Remdesivir og steranotkunin. Þetta er allt saman lærdómur sem skapaðist í lok fyrstu bylgjunnar. Síðan kemur ágætis sjúkdómshlé yfir sumarið og síðan þegar þetta skellir á okkur í haust þá bjuggum við að þessu viðbragði og sértæku meðulum. Allir þessir þættir lögðust á eitt við að hjálpa okkur að glíma við veiruna með þessum hætti sem í rauninni leiða til þessa gleðidags í dag.“ Már segir aðspurður að það sé full ástæða fyrir landsmenn að vera bjartsýnir varðandi næstu mánuði. Gott kerfi sé á landamærunum, þjóðin sé samstillt og góð þekking hafi skapast á spítalanum en bólusetningin sé ekki síst gleðiefni. „Þessi hernaðaráætlun að bólusetja þá sem standa höllustum fæti annars vegar og framvarðarsveitina hins vegar sé að skila okkur í ákveðinni fullvissu um að jafnvel þótt eitthvað komi upp á þá séum við búin að verja þá allra elstu og hrumustu en einnig okkar framlínusveit. Við ættum því ekki að lenda í viðlíka áföllum og við höfum séð á sjúkrahúsum erlendis þar sem fólk hefur verið algjörlega kaffært, annars vegar vegna veikra og aldraðra og hinsvegar vegna skorts á starfsfólki og veikinda þeirra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29 Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29
Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11. febrúar 2021 10:54