Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji heimasigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Gunnar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:05 Höttur er áfram á sigurbraut eftir leik kvöldsins. Höttur Körfubolti Höttur skildi Hauka eina eftir í neðsta sæti Domino‘s deildar karla í körfuknattleik með 90-84 sigri þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Hattarmenn reyndust sterkari á lokamínútunni í jöfnum leik. Haukar byrjuðu betur og svínhittu úr skotum sínum fyrstu sjö mínúturnar. Að þeim loknum höfðu Hafnfirðingar aðeins klikkað á tveimur skotum og sett niður fimm þriggja stiga skot. Heimamenn tóku leikhlé og þéttu aðeins vörnina en tókst ekki að saxa teljandi á forskotið sem var 19-27 eftir fyrsta leikhluta. Þegar leið á annan leikhluta snérist taflið við. Haukar hittu ekkert en allt fór ofan í hjá Hattarmönnum. Þeir komust yfir 33-32 með að skora þrjár þriggja stiga körfur í röð. Haukar réðu illa við Bandaríkjamanninn Michael Mallory en tókst aðeins að hægja á skriði Hattar áður en flautað var til hálfleiks. Þá var staðan 50-44. Þessi munur hélst nokkuð stöðugur í seinni hálfleik, þegar Hattarmenn gerðu sig líklega til að breikka það settu Haukar niður mikilvæg skot. Haukar fóru líka í maður í mann vörn þar sem Emil Barja tók að sér að dekka Mallory og fórst það vel úr hendi. Tvisvar tókst gestunum að jafna, einu sinni í þriðja leikhluta og einu sinni í þeim fjórða, áður en þeir komust loks yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn úr víti og komust í 85-83 áður en gestirnir minnkuðu muninn úr víti. Haukar áttu sókn en boltinn fór út af og heimamönnum var dæmdur hann þegar 48 sekúndur voru eftir. Hattarliðið fór í sókn og boltinn barst niður í David Guardia í hægra horninu sem setti niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir á klukkunni. Haukar fóru í sókn en misstu frá sér boltann, Sigurður Gunnar Þorsteinsson henti sér niður á hann, skóflaði honum til Matej Karlovic sem brunaði upp og innsiglaði sigur Hattar. Haukar fengu sókn þegar sjö sekúndur voru eftir en hún geigaði. Micahel Mallory var stigahæstur hjá Hetti með 24 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 14 og tók 10 fráköst. Hjá Haukum skoraði Hasle Anencia 25 stig og Ingvi Þór Guðmundsson 24. Af hverju vann Höttur? Leikurinn vannst í öðrum leikhluta, Höttur komst yfir með þremur þriggja stiga körfum í röð og skoraði alls 31 stig í leikhlutanum gegn 17 Hauka. Eftir það þurftu gestirnir alltaf að elta. Hvað gekk vel? Í raun fátt, þetta var ekki stórkostlegur körfuboltaleikur hjá neinum, hvorki liðinu né dómurunum sem virtist leyfa töluvert harðan leik eftir hálfleikinn. Leikmenn eins og Mallory, Sigurður Gunnar hjá Hetti og Hansel áttu fína spretti. David Guardia getur verið ánægður eftir kvöldið, hann átti stóra skotið sem nánast innsiglaði sigur Hattar, skoraði 15 stig alls, mörg þeirra á lykilstundum. Ingvi Þór Guðmundsson dró áfram Haukaliðið, hitti vel í byrjun og sýndi áræðni í að halda liðinu á floti. Hvað gekk illa? Vörn Hattar í fyrsta leikhluta, vörn og sókn Hauka í öðrum leikhluta. Hvað næst? Höttur lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum og skilur Hauka eina eftir á botninum með fjögur stig, en liðin voru þar jöfn fyrir kvöldið. Framundan er landsleikjahlé, Höttur byrjar að því loknu í Keflavík en Haukar fá Þór Akureyri í heimsókn. Það verður annar fjögurra stiga leikur fyrir Hafnarfjarðarliðið í fallbarátunni. Israel Martin er þjálfari Hauka. vísir/bára Israel: Að lokum voru að smáatriðin sem skiptu máli Israel Martin, þjálfari Hauka, sagði að ekki hefði mikið skilið á milli liðanna í leiknum. Eitt stig skildi liðin að, 85-84, þegar komið var inn á síðustu mínútuna. „Ég vil ekki bara tala um síðustu mínútuna. Þetta var líkamlega harður leikur í 40 mínútur. Við vorum í vandræðum með að stoppa Mallory í fyrri hálfleik, hann stjórnaði leiknum í öðrum leikhluta. Þá skoruðu Hattarmenn líka þriggja stiga körfur úr þremur skyndisóknum í röð. Við vissum að þeir vildu nýta þær en vorum ekki nógu klókir í að stöðva þær. Í seinni hálfleik spilaði Emil [Barja] frábæra vörn á móti Mallory, hann sýndi styrk sinn gegn honum. Í lokin geiga hjá okkur vítaskot auk þess sem við missum boltann meðan Höttur gengur á lagið í sókninni en við náum ekki að stöðva þá. Að lokum voru það smáatriði sem skiptu máli,“ sagði Israel eftir leikinn. Fyrir leikinn voru liðin jöfn í fallsæti með fjögur stig hvort en Haukar sitja nú einir í botnsætinu. „Staðan í deildinni er mjög jöfn og næstum eigum við þrjá heimaleiki í röð. Ef við vinnum þá verðum við í sæti sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Það eru tólf leikir eftir svo við getum ekki verið að svekkja okkur, við verðum að halda áfram til að bæta okkur og vera svo öflugir á heimavelli.“ Haukar fá frið til þess þar sem ekki verður leikið næst í deildinni fyrr en í lok febrúar að loknu landsleikjahléi. „Við tökum frí um helgina því það hafa verið margir leikir á stuttum tíma. Hálft mótið hefur verið spilað á fjórum vikum. Síðan byrjun við á mánudag. Við þurfum að laga einföld atriði í vörninni og vera ferskir og tilbúnir í seinni hluta mótsins.“ Haukar fá líka liðsstyrk í seinni hlutann, Bandaríkjamaðurinn Jalen Jackson er væntanlegur til liðsins í næstu viku. „Við vonum að hann verði klár í fyrsta leikinn eftir hléið, gegn Þór Akureyri. Þá verður hann búinn með nokkrar æfingar. Hann færir okkur meiri fjölbreytileika í sóknarleikinn en hann eflir einkum varnarleikinn. Hann er stór, 1,98 metrar, líkamlega sterkur og hjálpar okkur í fráköstunum.“ David Guardia: Þurftum á þessum sigri að halda Spánverjinn David Guardia átti fínan dag þegar Höttur vann Hauka 90-84 í kvöld. David skoraði 15 stig, mörg á mikilvægum augnablikum, svo sem þegar hann setti niður þriggja stiga skot og kom liðinu í 88-84 þegar hálf mínúta var eftir. „Það var ótrúlegt að sjá hann detta ofan í en mikilvægast var að við unnum leikinn. Þetta er mitt mesta stigaskor í vetur sem er þarft fyrir sjálfstraustið, en mestu skiptir að hjálpa liðinu.“ Haukar voru átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Höttur sigldi fram úr í þeim næsta og hélst síðan að mestu á forskotinu. „Fyrsta frákastið í seinni hálfleik og sóknin í öðrum leikhluta var það sem snéri leiknum okkur í vil.“ Eftir erfiða byrjun hefur Höttur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Ég held að andlega hliðin hafi breyst, hvernig við nálgumst leikina, hvernig við spilum þétta vörn og klárum sóknina. Ef við spilum áfram skynsamlega þá vinnum við leiki, svo sjáum við hversu margir þeir verða upp á hvort við bara höldum okkur í deildinni eða komumst í úrslitakeppnina.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Haukar
Höttur skildi Hauka eina eftir í neðsta sæti Domino‘s deildar karla í körfuknattleik með 90-84 sigri þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Hattarmenn reyndust sterkari á lokamínútunni í jöfnum leik. Haukar byrjuðu betur og svínhittu úr skotum sínum fyrstu sjö mínúturnar. Að þeim loknum höfðu Hafnfirðingar aðeins klikkað á tveimur skotum og sett niður fimm þriggja stiga skot. Heimamenn tóku leikhlé og þéttu aðeins vörnina en tókst ekki að saxa teljandi á forskotið sem var 19-27 eftir fyrsta leikhluta. Þegar leið á annan leikhluta snérist taflið við. Haukar hittu ekkert en allt fór ofan í hjá Hattarmönnum. Þeir komust yfir 33-32 með að skora þrjár þriggja stiga körfur í röð. Haukar réðu illa við Bandaríkjamanninn Michael Mallory en tókst aðeins að hægja á skriði Hattar áður en flautað var til hálfleiks. Þá var staðan 50-44. Þessi munur hélst nokkuð stöðugur í seinni hálfleik, þegar Hattarmenn gerðu sig líklega til að breikka það settu Haukar niður mikilvæg skot. Haukar fóru líka í maður í mann vörn þar sem Emil Barja tók að sér að dekka Mallory og fórst það vel úr hendi. Tvisvar tókst gestunum að jafna, einu sinni í þriðja leikhluta og einu sinni í þeim fjórða, áður en þeir komust loks yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn úr víti og komust í 85-83 áður en gestirnir minnkuðu muninn úr víti. Haukar áttu sókn en boltinn fór út af og heimamönnum var dæmdur hann þegar 48 sekúndur voru eftir. Hattarliðið fór í sókn og boltinn barst niður í David Guardia í hægra horninu sem setti niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir á klukkunni. Haukar fóru í sókn en misstu frá sér boltann, Sigurður Gunnar Þorsteinsson henti sér niður á hann, skóflaði honum til Matej Karlovic sem brunaði upp og innsiglaði sigur Hattar. Haukar fengu sókn þegar sjö sekúndur voru eftir en hún geigaði. Micahel Mallory var stigahæstur hjá Hetti með 24 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 14 og tók 10 fráköst. Hjá Haukum skoraði Hasle Anencia 25 stig og Ingvi Þór Guðmundsson 24. Af hverju vann Höttur? Leikurinn vannst í öðrum leikhluta, Höttur komst yfir með þremur þriggja stiga körfum í röð og skoraði alls 31 stig í leikhlutanum gegn 17 Hauka. Eftir það þurftu gestirnir alltaf að elta. Hvað gekk vel? Í raun fátt, þetta var ekki stórkostlegur körfuboltaleikur hjá neinum, hvorki liðinu né dómurunum sem virtist leyfa töluvert harðan leik eftir hálfleikinn. Leikmenn eins og Mallory, Sigurður Gunnar hjá Hetti og Hansel áttu fína spretti. David Guardia getur verið ánægður eftir kvöldið, hann átti stóra skotið sem nánast innsiglaði sigur Hattar, skoraði 15 stig alls, mörg þeirra á lykilstundum. Ingvi Þór Guðmundsson dró áfram Haukaliðið, hitti vel í byrjun og sýndi áræðni í að halda liðinu á floti. Hvað gekk illa? Vörn Hattar í fyrsta leikhluta, vörn og sókn Hauka í öðrum leikhluta. Hvað næst? Höttur lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum og skilur Hauka eina eftir á botninum með fjögur stig, en liðin voru þar jöfn fyrir kvöldið. Framundan er landsleikjahlé, Höttur byrjar að því loknu í Keflavík en Haukar fá Þór Akureyri í heimsókn. Það verður annar fjögurra stiga leikur fyrir Hafnarfjarðarliðið í fallbarátunni. Israel Martin er þjálfari Hauka. vísir/bára Israel: Að lokum voru að smáatriðin sem skiptu máli Israel Martin, þjálfari Hauka, sagði að ekki hefði mikið skilið á milli liðanna í leiknum. Eitt stig skildi liðin að, 85-84, þegar komið var inn á síðustu mínútuna. „Ég vil ekki bara tala um síðustu mínútuna. Þetta var líkamlega harður leikur í 40 mínútur. Við vorum í vandræðum með að stoppa Mallory í fyrri hálfleik, hann stjórnaði leiknum í öðrum leikhluta. Þá skoruðu Hattarmenn líka þriggja stiga körfur úr þremur skyndisóknum í röð. Við vissum að þeir vildu nýta þær en vorum ekki nógu klókir í að stöðva þær. Í seinni hálfleik spilaði Emil [Barja] frábæra vörn á móti Mallory, hann sýndi styrk sinn gegn honum. Í lokin geiga hjá okkur vítaskot auk þess sem við missum boltann meðan Höttur gengur á lagið í sókninni en við náum ekki að stöðva þá. Að lokum voru það smáatriði sem skiptu máli,“ sagði Israel eftir leikinn. Fyrir leikinn voru liðin jöfn í fallsæti með fjögur stig hvort en Haukar sitja nú einir í botnsætinu. „Staðan í deildinni er mjög jöfn og næstum eigum við þrjá heimaleiki í röð. Ef við vinnum þá verðum við í sæti sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Það eru tólf leikir eftir svo við getum ekki verið að svekkja okkur, við verðum að halda áfram til að bæta okkur og vera svo öflugir á heimavelli.“ Haukar fá frið til þess þar sem ekki verður leikið næst í deildinni fyrr en í lok febrúar að loknu landsleikjahléi. „Við tökum frí um helgina því það hafa verið margir leikir á stuttum tíma. Hálft mótið hefur verið spilað á fjórum vikum. Síðan byrjun við á mánudag. Við þurfum að laga einföld atriði í vörninni og vera ferskir og tilbúnir í seinni hluta mótsins.“ Haukar fá líka liðsstyrk í seinni hlutann, Bandaríkjamaðurinn Jalen Jackson er væntanlegur til liðsins í næstu viku. „Við vonum að hann verði klár í fyrsta leikinn eftir hléið, gegn Þór Akureyri. Þá verður hann búinn með nokkrar æfingar. Hann færir okkur meiri fjölbreytileika í sóknarleikinn en hann eflir einkum varnarleikinn. Hann er stór, 1,98 metrar, líkamlega sterkur og hjálpar okkur í fráköstunum.“ David Guardia: Þurftum á þessum sigri að halda Spánverjinn David Guardia átti fínan dag þegar Höttur vann Hauka 90-84 í kvöld. David skoraði 15 stig, mörg á mikilvægum augnablikum, svo sem þegar hann setti niður þriggja stiga skot og kom liðinu í 88-84 þegar hálf mínúta var eftir. „Það var ótrúlegt að sjá hann detta ofan í en mikilvægast var að við unnum leikinn. Þetta er mitt mesta stigaskor í vetur sem er þarft fyrir sjálfstraustið, en mestu skiptir að hjálpa liðinu.“ Haukar voru átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Höttur sigldi fram úr í þeim næsta og hélst síðan að mestu á forskotinu. „Fyrsta frákastið í seinni hálfleik og sóknin í öðrum leikhluta var það sem snéri leiknum okkur í vil.“ Eftir erfiða byrjun hefur Höttur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Ég held að andlega hliðin hafi breyst, hvernig við nálgumst leikina, hvernig við spilum þétta vörn og klárum sóknina. Ef við spilum áfram skynsamlega þá vinnum við leiki, svo sjáum við hversu margir þeir verða upp á hvort við bara höldum okkur í deildinni eða komumst í úrslitakeppnina.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti