Sportið í dag: Þegar Olga Færseth pakkaði Rikka G saman í sjómanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2021 15:30 Olga Færseth er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. ksí Í Sportinu í dag rifjaði Ríkharð Óskar Guðnason upp þegar hann fór í sjómann við Olgu Færseth og fór illa út úr þeirri viðureign. Í þætti dagsins ræddu strákarnir um íslenskt íþróttafólk sem hefur skarað fram úr í fleiri en einni boltagrein. Olga er í þeim hópi en hún var ein besta körfubolta- og fótboltakona landsins á sínum tíma. „Þegar við tölum um tveggja íþrótta íþróttamenn er einn sem ber höfuð og herðar yfir alla, það er Olga Færseth. Það verður aldrei toppað. Hún er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds íþróttamennina mína,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Olga vann fjölda titla, bæði í körfubolta og fótbolta, og árið 1994 var hún markahæst í efstu deild í fótbolta og stigahæst í efstu deild í körfubolta. Þá spilaði hún með A-landsliðum í báðum greinum. Olga var ekki bara góð í fótbolta og körfubolta. Rikki minntist þess í Sportinu í dag þegar hann fór í sjómann við Olgu. Það reyndist ójafn leikur. „Það eru kannski fjögur ár síðan ég var með fólki og hún kom og settist hjá okkur,“ sagði Rikki um viðureignina við Olgu. „Ég veit ekki hvernig það æxlaðist en hún skoraði á mig í sjómann. Og hún pakkaði mér saman. Ég átti ekki möguleika.“ Hlusta má á Sportið í dag í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um sjómann Olgu og Rikka hefst á 34:00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Sportið í dag Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Í þætti dagsins ræddu strákarnir um íslenskt íþróttafólk sem hefur skarað fram úr í fleiri en einni boltagrein. Olga er í þeim hópi en hún var ein besta körfubolta- og fótboltakona landsins á sínum tíma. „Þegar við tölum um tveggja íþrótta íþróttamenn er einn sem ber höfuð og herðar yfir alla, það er Olga Færseth. Það verður aldrei toppað. Hún er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds íþróttamennina mína,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Olga vann fjölda titla, bæði í körfubolta og fótbolta, og árið 1994 var hún markahæst í efstu deild í fótbolta og stigahæst í efstu deild í körfubolta. Þá spilaði hún með A-landsliðum í báðum greinum. Olga var ekki bara góð í fótbolta og körfubolta. Rikki minntist þess í Sportinu í dag þegar hann fór í sjómann við Olgu. Það reyndist ójafn leikur. „Það eru kannski fjögur ár síðan ég var með fólki og hún kom og settist hjá okkur,“ sagði Rikki um viðureignina við Olgu. „Ég veit ekki hvernig það æxlaðist en hún skoraði á mig í sjómann. Og hún pakkaði mér saman. Ég átti ekki möguleika.“ Hlusta má á Sportið í dag í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um sjómann Olgu og Rikka hefst á 34:00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira