Martin spilar við Real Madrid í kvöld á konunglegu bikarúrslitahelginni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 14:30 Martin Hermannsson varð bikarmeistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Getty/ JM Casares Átta bestu liðin í spænsku deildinni keppa um spænska konungsbikarinn á næstu fjórum dögum. Martin Hermannsson er eini Íslendingurinn sem er með að þessu sinni. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira