Martin spilar við Real Madrid í kvöld á konunglegu bikarúrslitahelginni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 14:30 Martin Hermannsson varð bikarmeistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Getty/ JM Casares Átta bestu liðin í spænsku deildinni keppa um spænska konungsbikarinn á næstu fjórum dögum. Martin Hermannsson er eini Íslendingurinn sem er með að þessu sinni. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira