Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2021 23:29 Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára. Vísir/vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri bankans en sé litið til ársins í heild dróst hagnaður bankans saman um tæpa tvo milljarða milli ára og var 6,8 milljarðar króna á síðasta ári samanborið við 8,5 milljarða árið 2019. Samhliða því jókst arðsemi umfram áhættulausa vexti úr 1,2% árið 2019 í 2,6% á síðasta ári. Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára og nam 22,7 milljörðum króna á síðasta ári. Að sögn bankans má rekja lækkunina til fækkunar stöðugilda og lækkun á flestum kostnaðarliðum. Aukin áhætta í lánasafninu Hlutfall lánasafns bankans sem er metið með verulega aukningu í útlánaáhættu (stig 2), margfaldaðist milli ára og er nú 15,6% samanborið við 2,6% í lok árs 2019. Er sú breyting rakin til áhrifa faraldursins og þeirra ýmsu úrræða sem viðskiptavinum stóðu til boða vegna tímabundins tekjumissis. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 107 milljarða króna eða 11,9% á árinu 2020. Vöxturinn var aðallega í húsnæðislánum þar sem mikil eftirspurn var eftir endurfjármögnun. Innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 61,1 milljarða króna á síðasta ári eða 9,9% og námu 679 milljarðar króna í lok árs. Skýrist það af auknum innlánum einstaklinga og fyrirtækja. 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýtt sér sérstök úrræði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur vera mjög sátta með arðsemi bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Á árinu 2020 lækkaði kostnaður um 7,1% á sama tíma og aukning í útlánasafninu nam 11,9% og innlán jukust um 9,9%. Töluvert hefur verið fjallað um stöðu lánasafnsins og áhrif af COVID-19 en um 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýttu sér þau úrræði sem í boði voru og lauk í árslok 2020,“ er haft eftir Birnu í tilkynningu. Hún bætir við að þeir viðskiptavinir sem höfðu þörf fyrir lengra greiðsluhlé séu að mestu fyrirtæki í ferðaþjónustu og að slík lán séu um 6% af lánasafni bankans í lok árs. Íslandsbanki er nú alfarið í eigu íslenska ríkisins en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á 25 til 35% hlut ríkisins í bankanum. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri bankans en sé litið til ársins í heild dróst hagnaður bankans saman um tæpa tvo milljarða milli ára og var 6,8 milljarðar króna á síðasta ári samanborið við 8,5 milljarða árið 2019. Samhliða því jókst arðsemi umfram áhættulausa vexti úr 1,2% árið 2019 í 2,6% á síðasta ári. Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára og nam 22,7 milljörðum króna á síðasta ári. Að sögn bankans má rekja lækkunina til fækkunar stöðugilda og lækkun á flestum kostnaðarliðum. Aukin áhætta í lánasafninu Hlutfall lánasafns bankans sem er metið með verulega aukningu í útlánaáhættu (stig 2), margfaldaðist milli ára og er nú 15,6% samanborið við 2,6% í lok árs 2019. Er sú breyting rakin til áhrifa faraldursins og þeirra ýmsu úrræða sem viðskiptavinum stóðu til boða vegna tímabundins tekjumissis. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 107 milljarða króna eða 11,9% á árinu 2020. Vöxturinn var aðallega í húsnæðislánum þar sem mikil eftirspurn var eftir endurfjármögnun. Innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 61,1 milljarða króna á síðasta ári eða 9,9% og námu 679 milljarðar króna í lok árs. Skýrist það af auknum innlánum einstaklinga og fyrirtækja. 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýtt sér sérstök úrræði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur vera mjög sátta með arðsemi bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Á árinu 2020 lækkaði kostnaður um 7,1% á sama tíma og aukning í útlánasafninu nam 11,9% og innlán jukust um 9,9%. Töluvert hefur verið fjallað um stöðu lánasafnsins og áhrif af COVID-19 en um 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýttu sér þau úrræði sem í boði voru og lauk í árslok 2020,“ er haft eftir Birnu í tilkynningu. Hún bætir við að þeir viðskiptavinir sem höfðu þörf fyrir lengra greiðsluhlé séu að mestu fyrirtæki í ferðaþjónustu og að slík lán séu um 6% af lánasafni bankans í lok árs. Íslandsbanki er nú alfarið í eigu íslenska ríkisins en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á 25 til 35% hlut ríkisins í bankanum.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11
Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25